Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2006
29.4.2006 | 19:19
Framtíðarleikfélagar
Emma Lilja á nú þegar nokkra vini, allavega nokkra framtíðarleikfélaga (hvort sem henni líkar betur eða verr....). Reyndar eru einhverjir vinir hennar ennþá bara í mallanum á mömmum sínum eins og á Önnu Lilju systur Dóra, og vinkonum mínum Siggu, Göggu og Brynju. (er örugglega að gleyma einhverjum) Búast má við þeim í heiminn á næstu mánuðum. Sjá meðfylgjandi myndir. Klikkið á fyrirsögn fyrir fleiri myndir og á myndirnar sjálfar til að sjá þær stærri og meiri texta. (þessi bloggvefur er ekki nógu myndavænn en það stendur víst til bóta.)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2006 | 16:52
Leikföng
Karlmenn kjósa stór leikföng. Stór og dýr og hraðskreið. Helst verða þau að framleiða dómadagshávaða líka. Dóri á sér draum um eitt slíkt. Raggi frændi hans var ekki að hjálpa mömmugreyinu að kveða slíka drauma niður þegar hann kom í heimsókn að sýna leikfangið sitt, Kawasaki Vulcan 1600. Dóri slefaði og gat ekki sagt orð af viti næsta sólarhringinn. Allar setningar innihéldu orðið mótorhjól....
Ég og Emma Lilja erum meira hrifnar af "leikföngum" eins og hinni dýrindis hringekju sem Emma Lilja fékk í skírnargjöf. Klikkið á fyrirsögn til að sjá mynd af slíkri dýrð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2006 | 15:25
Brosað út í annað
viðstadda, yfirleitt við ómælda gleði. Reyndar virðist hún samt
brosa mest við ósýnilegu fólki, bara eitthvað út í loftið eða jafnvel
bara við sófabaki. Á meðfylgjandi mynd gæti hún samt verið að
brosa að afar skemmtilegri hárgreiðslu sinni, allavega fannst mömmunni
hún óborganlega fyndin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2006 | 20:52
Emma Lilja skal stúlkan heita
Já loksins er hægt að kalla á stúlkuna með nafni. Eitthvað lengra verður í það að hún hlýði nafninu þó. Athöfnin í Landakotskirkju var hugguleg í faðmi fjölskyldunnar og feikileg kökuveisla var haldin að Bollagötu þar sem kaloríur voru innbyrtar í stórum stíl. Emma Lilja lét sér fátt um finnast og lagði sig bara í gegnum alla athöfnina og jú jú bara veisluna líka. Hún rétt opnaði annað augað þegar vatni var skvett á kollinn. Megi ömmurnar eiga þakkir fyrir að hjálpa móðurinni ósjálfbjarga. Sérstaklega á tengdamóðirin tilvonandi þakkir skildar, hún veit hvert hún getur leitað ef hana vantar einhverntímann nýrnagjafa...
Almenn ánægja virtist ríkja með nafngiftina enda myndi svosem engin þora að láta í ljós einhverjar efasemdir með nafnið sem átti frekar erfiða fæðingu. Emmu nafnið kemur alveg úr loftinu en mömmunni finnst afar huggulegt að það sé svona internasjónal, hún burðast sjálf með eitt óþjált sem fólk í úklandinu strögglast við að bera fram (þó fallegt sé, að sjálfsögðu...).
Lilju nafnið kemur svo frá báðum áttum fjölskyldunnar. Mamman á svo yndislega frænku og æskuvinkonu með því nafni, sem hefur gengið í gegnum hrikalegar hremmingar en komið út úr því ótrúlega heil og með húmorinn í lagi og væri litla stúlkan heppin ef hún hefði eitthvað af hennar krafti. Pabbinn á svo systur og móðursystur sem bera nafnið sem millinafn og betri og yndislegri manneskjur er vart hægt að finna. Ekki leiðum að líkjast. Klikkið á fyrirsögn fyrir fleiri myndir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2006 | 17:30
Sumarið komið
Gleðilegt sumar!
Þetta sumar lofar góðu, enda ekki á hverju vori sem maður horfir fram á margra mánaða samveru með vaxandi barni með öllum þeim skemmtilegheitum sem tilheyra. Hvað getur maður annað en horft björtum augum á sumarið sem er í vændum?
Veðrið hefur verið að reyna að ákveða sig undanfarið hvort það lýsi frati á allar sumarpælingar eða hvort það spili með en allavega er búið að vígja grillið inn í sumarið og hvað boðar sumarkomu betur en grillilmurinn góði?
Á laugardaginn fær dóttirin nafnlausa loksins nafnið sitt og bíða foreldrarnir spenntir eftir því að geta loks farið að leggja nafnleysurnar til hliðar, dúllan, lillan,barnið, djásnið,yndið og allt það. Eftir laugardaginn verða slíkar nafnleysur bara notaðar "spari".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2006 | 19:31
Brosið vandfundna
Það er opinbert! Hún er farin að brosa.
Reyndar er hún afar spör á brosin og foreldrarnir hanga eins og hrægammar í kringum hana að leika listir sínar í von um verðlaun í formi bross. Ekkert virðist hins vegar hafa áhrif á það hvenær sólin ákveður að skína. Meðfylgjandi myndir (klikkið á fyrirsögn til að sjá fleiri myndir) eru hluti af verkefninu "Hangsað yfir stúlku með tilbúna myndavél í von um bros". Verkefnið er enn óleyst.
.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 18:58
Fólkið okkar
Við erum heppin að eiga góða fjölskyldu og vini sem hafa verið dugleg að heimsækja okkur til að sjá dótturina dafna.
Með því að smella á fyrirsögn þessarar færslu má sjá fleiri myndir af ættingjum sem fá að "máta". Þar má sjá Heiðu ömmu, Odd afa, Kollu ömmu, Ragga, Stínu og fjölskyldu og Sunnu frænku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2006 | 19:21
Heimsóknir
Ég ætla nú að reyna að vera dugleg að taka myndir af fólki sem kemur í heimsókn til að hitta dótturina, ég veit að mér sjálfri finnst ósköp gaman að sjá myndir af mér á öðrum bloggsíðum.
Inga Rún vinkona kom í heimsókn um daginn með Mikael Kára átta mánaða son sinn, sem er risastór (samanborið við lilluna mína) og algert krútt með spékoppana sína og stóra brosið.
Það er örlítill stærðarmunur á börnunum enda Mikael stór eftir aldri.
Ps Ég rembist endalaust við að reyna að setja inn fleiri en eina mynd á eina bloggfærslu en það er ekki að ganga... Nú kvartar maður í bloggstjórnandann til að reyna að læra þetta almennilega... Mér sýnist þessi færsla ætla að birta sömu myndina tvisvar, skil ekki alveg...
Bloggar | Breytt 13.4.2006 kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2006 | 16:41
Þróunarkenningin
Sagt er að við séum komin af öpum. Þegar maður sér lítið ungabarn sem reynir að grípa utan um puttann á manni með tánum og er með hárbrúska á eyrum, baki og gagnaugum þá er maður einu skrefi nær því að taka þeirri kenningu sem heilögum sannleik.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.4.2006 | 15:47
Fyrsta læknisheimsóknin
Í lífi ungabarns einkennast fyrstu vikur og mánuðir af bunka af fyrstu skiptum. Það er fyrsta skipti í bíl, fyrsta skipti í göngutúr í vagni og jú, því miður fylgir fyrsta læknisheimsóknin stundum þessu tímabili. Sem betur fer var þessi heimsókn í tilfelli litla djásnins míns ekki vegna alvarlegra hluta, um var að ræða saklausa augnsýkingu sem hræddi foreldrana lítið.
Æ samt er alveg sárt að horfa á litla barnið sitt rauðeygða og með það sem líkist glóðarauga eftir slagsmál í kringum augað
og nú bíðum við bara enn spennt eftir fyrsta opinbera, staðfesta brosinu... (reyndar segist pabbinn hafa fengið eitt slikt í gær en ég bíð enn sannana, þetta er samt aaaaalveg að koma)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar