Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Brosið vandfundna

Á leið í bað

Það er opinbert!  Hún er farin að brosa.

Reyndar er hún afar spör á brosin og foreldrarnir hanga eins og hrægammar í kringum hana að leika listir sínar í von um verðlaun í formi bross.  Ekkert virðist hins vegar hafa áhrif á það hvenær sólin ákveður að skína.  Meðfylgjandi myndir (klikkið á fyrirsögn til að sjá fleiri myndir) eru hluti af verkefninu "Hangsað yfir stúlku með tilbúna myndavél í von um bros".  Verkefnið er enn óleyst.

.

 

 


Fleiri myndir

Fólkið okkar

Oddur afi

Við erum heppin að eiga góða fjölskyldu og vini sem hafa verið dugleg að heimsækja okkur til að sjá dótturina dafna.

Með því að smella á fyrirsögn þessarar færslu má sjá fleiri myndir af ættingjum sem fá að "máta". Þar má sjá Heiðu ömmu, Odd afa, Kollu ömmu, Ragga, Stínu og fjölskyldu og Sunnu frænku.  

 


Fleiri myndir

Heimsóknir

Inga Rún og Mikael Kári

Ég ætla nú að reyna að vera dugleg að taka myndir af fólki sem kemur í heimsókn til að hitta dótturina, ég veit að mér sjálfri finnst ósköp gaman að sjá myndir af mér á öðrum bloggsíðum.

Inga Rún vinkona kom í heimsókn um daginn með Mikael Kára átta mánaða son sinn, sem er risastór (samanborið við lilluna mína) og algert krútt með spékoppana sína og stóra brosið.

Það er örlítill stærðarmunur á börnunum enda Mikael stór eftir aldri.

Ps Ég rembist endalaust við að reyna að setja inn fleiri en eina mynd á eina bloggfærslu en það er ekki að ganga... Nú kvartar maður í bloggstjórnandann til að reyna að læra þetta almennilega... Mér sýnist þessi færsla ætla að birta sömu myndina tvisvar, skil ekki alveg...

 


Fleiri myndir

Þróunarkenningin

Hárbrúskur á eyra

Sagt er að við séum komin af öpum.  Þegar maður sér lítið ungabarn sem reynir að grípa utan um puttann á manni með tánum og er með hárbrúska á eyrum, baki og gagnaugum þá er maður einu skrefi nær því að taka þeirri kenningu sem heilögum sannleik.

 


Fleiri myndir

Fyrsta læknisheimsóknin

Rauðeygð stúlka

Í lífi ungabarns einkennast fyrstu vikur og mánuðir af bunka af fyrstu skiptum.  Það er fyrsta skipti í bíl, fyrsta skipti í göngutúr í vagni og jú, því miður fylgir fyrsta læknisheimsóknin stundum þessu tímabili.  Sem betur fer var þessi heimsókn í tilfelli litla djásnins míns ekki vegna alvarlegra hluta, um var að ræða saklausa augnsýkingu sem hræddi foreldrana lítið.

Æ samt er alveg sárt að horfa á litla barnið sitt rauðeygða og með það sem líkist glóðarauga eftir slagsmál í kringum augað

og nú bíðum við bara enn spennt eftir fyrsta opinbera, staðfesta brosinu... (reyndar segist pabbinn hafa fengið eitt slikt í gær en ég bíð enn sannana, þetta er samt aaaaalveg að koma) 

 


Fleiri myndir

Hverjum líkist hún?

Rúnda og Lilla

Eitt er það sem vekur forvitni ættingja þegar lítill ættingi fæðist er að fá að sjá hverjum barnið líkist.  Fjölskyldan þyrpist að og allir þykjast sjá eitthvað í svip barnsins sem tilheyri hinni eða þessari fjölskyldu, ættarnefið eða augabrúnirnar hennar ömmu og þar fram eftir götunum.  

Ég va ekki síður forvitin og hlakkaði mikið til að fá að sjá litlu dóttur mína til að stúdera svipinn.  Raunin hefur svo orðið sú að fæstir sjá nokkurn svip með barninu og foreldrunum! Engu er líkara en því hafi verið rænt á deildinni...!  Mikið og þykkt hárið á dótturinni var ólíkt skallanum á mér þegar ég var lítil, þó liturinn væri svipaður og augun og andlitsdrættir virðast alveg hennar eigin.  

Það hefur þó komið upp úr krafsinu við að skoða barnamyndir af systrum pabbans að lillunni svipar mest til Rúndu, yngri systur Dóra.  Það er svo sem ekki leiðum að líkjast enda báðar systurnar fallegar með eindæmum.  Svo er líka gaman að lillan deilir strax áhugamáli með Rúndu en þeim finnst báðum ákfalega gott að sofa. 


Lítið fólk stækkar hratt

Bjarni og lillan

Það var alveg fyndið hvað hann Bjarni litli, eins og hálfs árs sonur Súsíar systur, sem er búin að vera litla barnið í familíunni lengi, var allt í einu orðin stór.  Hann sannaði kenninguna að allir hlutir eru afstæðir.  Borinn saman við litlu frænku sína, sem honum finnst enn nokkuð merkileg og vill gjarnan pota í, er hann bara frekar stór drengur.  Alltaf samt jafn krúttílegur....


Smá byrjunarörðugleikar

í ömmustólnum góða

Ég átti í einhverjum vandræðum með að setja inn myndir fyrst en mér sýnist það vera komið núna þannig að ég tek dugnaðarkast fljótlega í því að hlaða inn myndum.

Maður verður aðeins líka að prófa sig áfram...

 


Fyrsta skráning

Verður maður ekki að nýta svona bloggheima sem mbl er að bjóða hér uppá, sérstkalega þegar maður er nýbúin að eignast litla stúlku og langar að deila myndum af henni með ættingjum og vinum?

Jú ég held það barasta þannig að here goes.....


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Bloggari

Rósarimafjölskyldan...
Rósarimafjölskyldan...
Hvað er í gangi í Rósarimanum?

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband