Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Leikskóladagar

Eins og búið var að vara mann við, þá einkennast fyrstu vikur leikskólabarns af hinum ýmsu veikindum.  Það ætlar að rætast á þessu heimili.  Hor og hósti er orðið nokkuð fastur liður hjá stúlkunni ársgömlu en líklega höfum við nú sloppið nokkuð vel úr þessum veikindapakka, sjaldan hiti og aldrei neitt til að draga niður í góða skapinu eða matarlystinni.

Emma Lilja er samt sem áður að passa sig á því að foreldrar hennar missi sem minnst úr vinnu og var til dæmis með hita frá föstudagseftirmiðdegi og fram að sunnudagsnótt!  Hitalaus í dag svo það verður bara leikskóli á morgun. 

Hún er ekkert að flýta sér að fara að hreyfa sig, labba, skríða eða toga sig upp, hún er bara alveg sátt við að sitja með dótið sitt og leika í makindum.  Hún svo sem getur alveg náð í það sem er í kringum hana en yfirleitt nennir hún ekkert að hafa of mikið fyrir hlutunum.  Litla móðurhjartað getur ekki að því gert að hafa örlitlar áhyggjur (ómægod stúlkan í næsta húsi var farin að labba þegar hún var áttamánaða....) en skynsemin segir manni að þetta sé bara eðlilegt og maður eigi bara að njóta þessa tíma áður en hlauptímabilið byrjar.  Það kemur jú víst nokkuð örugglega á endanum Wink

Svo er nú móðirin að fara að yfirgefa fjölskylduna í Rósarimanum í annað sinn þegar saumaklúbbsferðin ógúrlega til Barcelona hefst á miðvikudag og stendur til sunnudags.  Spenningur í algleymingi en líklega ekki alveg jafnmikill hjá yfirgefnum föður og dóttur (og kreditkortinu).... 

 

Bjarni og Emma í hamingjugír

Bjarni frændi er voða duglegur að leika við Emmuna og hún náttúrulega í skýjunum með að fá að leika við einhvern annan en gamalmennin á heimilinu...

 

Skipst á leyndó

Frændsystkinunum finnst líka nauðsynlegt að skiptast á leyndarmálum sem fullorðna fólkið botnar ekkert í, og hver veit kannski er verið að lauma blautum kossi á kinn...

 


Bloggari

Rósarimafjölskyldan...
Rósarimafjölskyldan...
Hvað er í gangi í Rósarimanum?

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband