Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2007

Dagarnir

Já dagarnir fljúga áfram.

Fyrsta afmćlisveisla skutlunnar ađ baki og var bara mikiđ stuđ. Á afmćlisdaginn sjálfan fékk hún köku og eitt augnablik ţegar allir voru ađ horfa annađ, náđi hún ađ grípa góđa lúkufylli og trođa í andlitiđ á sér.  Ţađ ţótti henni gaman.

Međ köku í andlitinu

 

Í afmćlisveislunni helgina eftir urđu engin slík slys, bara ofursnyrtilegt kökuát og skemmtilegir pakkar.

Rćtt um kvótann í afmćli

Emmu Lilju líđur ofsalega vel í leikskólanum sínum og veit fátt skemmtilegra en ađ hitta krakkana ţar.  Eitthvađ urđu ţó of áköf skođanaskiptin einn daginn ţannig ađ einn leikfélaginn tók sig til og beit Emmu í kinnina.  Engum varđ meint af, enda bara skrámur.  Ég hef reyndar alltaf sagt ađ hún sé svo mikiđ krútt ađ mann langi bara ađ narta í hana.....

Alveg bit 

Ein krútt mynd ađ lokum.....

Hello Kitty


Ammmli

Nú nálgast fyrsti afmćlisdagur rósarimaprinsessunnar óđfluga, spennandi spennandi.  Emma Lilja er orđin alvön leikskólagella og finnst Korpukot bara einn skemmtilegasti stađur sem hún ţekkir.  Einnig er hún orđin alvön nćturgistingum hjá ömmum og öfum og svei mér ţá ef hún sefur ekki bara betur fjarri sínu einkaheimili!  Eitt af ţví skemmtilega sem hún gerir er ađ naga föt og veit hún ekkert betra en ađ komast í óhreina tauiđ. Ţá eru jólin....

 

Sokkaćtan

 Emma Lilja á svo vonda mömmu ađ hún ćtlar bara ađ stinga af úr landinu á afmćlisdaginn hennar á miđvikudag, en hún ţarf ađ skjótast í vinnuferđ til Danmerkur í nokkra daga.  Ég nć ađ koma heim á föstudagskvöld til ađ geta haldiđ fyrsta stuđbarnaafmćliđ á laugardag.  Ég var afar hrifin af ţví ađ Landsbankinn ákvađ ađ deila milljarđahagnađi međ börnum viđskiptavina og gefur allt til afmćlisins, ţ.e. diska, glös, servíettur, dúka,hatta, flautur og allskonar.  Gaaaasalega huggulegt ađ fá eitthvađ til baka af x##$% gjöldunum sem mađur er endalaust ađ borga.  Veii.

Ţar sem ég verđ ekki međ elskunni á afmćlisdaginn sjálfan, ţá gerđum viđ okkur dagamun í dag, á mánudegi og gáfum stúlkunni forláta bíl.  Hún var mikiđ hrifin og á vafalaust eftir ađ skemmta sér oft og mikiđ á grćjunni. Takiđ eftir ótrúlega krúttlegum tíkarspenum sem fóstrurnar á Korpukoti hafa dundađ viđ í dag. Ég fór nćstum hamförum í óóóóinu ţegar ég sótti hana á leikskólann.

 

Bílstjóri međ meiru

Tískan atarna

Ţetta fannst mér sniđugt, sem ég las á truno.blog.is eftir Sólveigu Arnarsdóttur. Vona ađ mađur megi alveg kópera svona texta milli blogga? Ef ekki, ţá biđst ég afsökunar...Blush

Ţetta er vísbendingaspurning.

Spurt er um 12 mánađa tímabil í Íslandssögunni.
Ef svarađ er rétt eftir fyrstu vísbendingu fást 3 stig, 2 fyrir nćstu og eitt fyrir síđustu.

Um hvađa tímabil er spurt?

1. vísbending:

Íslendingar eignast alheimsfegurđardrottningu.
Íslendingar stunda hvalveiđar.
Launamunur kynjanna er um 15%.
Sykurmolar halda tónleika.
Vextir á Íslandi eru miklu mun hćrri en í nágrannalöndunum.
Jón Páll Sigmarsson er mikiđ í umrćđunni.
(3 stig)

2. vísbending:

Duran Duran skekur landann.
Stóriđja er stefna stjórnvalda.
Dagur Vonar er sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Karlkyns stjórnmálamenn tala opinberlega á niđurlćgjandi hátt um konur.
Bubbi Mortens er kóngurinn.
Alvarlegur fjárhagsvandi steđjar ađ Kvennaathvarfinu í Reykjavík.
(2 stig)

3. vísbending:

Ár eru virkjađar og náttúrperlum sökkt til ađ skapa orku fyrir stóriđju.
Hlutfall kvenna í nefndum á vegum Alţingis er skammarlega lágt.
Landsliđ Íslands stendur sig vel á alţjóđlegu stórmóti.
Forsćtisráđherra og borgarstjóri eru karlmenn.
Eiríkur Hauksson keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision.
Matarverđ á Íslandi er stórkostlega mikiđ hćrra en í viđmiđunarlöndunum.
Mikil umrćđa er um sifjaspell og ábyrgđ dómstóla vegna kynferđisafbrotamála.
(1 stig)

Nú hafa glöggir keppendur kannski áttađ sig á ţví ađ rétt svör eru tvö: nefnilega árin 1986/7 og 2006/7. Já, lítiđ hefur breyst og annađ fer í hringi.

Bloggari

Rósarimafjölskyldan...
Rósarimafjölskyldan...
Hvað er í gangi í Rósarimanum?

Fćrsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband