Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Matur

Jæja, Emma Lilja er nú farin að venjast því að móðir hennar láti sig hverfa megnið af deginum og hún fái að skemmta sér með pabba sínum í staðinn.  Allt að detta í fastar skorður.  Skorðurnar ná nú ekki lengra fram en rúman mánuð í viðbót en samt.... 

Litla matargatið er alveg með eindæmum lystugt, reyndar svo að það virðist enginn botn vera í spilinu.  Hún borðar allt og eiginlega þangað til hún þetta skilar sér upp aftur. Hér eru nokkrar myndir af dömunni við uppáhaldsiðjuna sína.

matur

Hér er verið að háma í sig brauð með smjöri. Vandamálið liggur oft í því að gripið er svo fast í brauðbitann að það þarf að kroppa hann úr krepptum hnefanum til að koma í matargatið.  Fínhreyfingarnar alveg í æfingu.

matur2

Oft er gott að troða bara sem mest af hnefanum upp í munninn til að ná örugglega öll matarkyns sem þar gæti leynst.

desjola 176

Ahhhhhh svo er bara að tyggja og biðja svo mömmu um meiiiiiiiiiiiira.


Útivinnandi móðir

Jæja þá er fyrsti vinnudagurinn að baki hjá fyrrum sveittri húsmóður í
Grafarvoginum.  Hún er bara ánægð með daginn í nýju vinnunni og spennt fyrir
framhaldinu en það fékk óneitanlega á hana þegar heimavinnandi faðirinn
sagði frá grátandi barni sem sagði bara "mamma mamma".  Þetta er
ekkert grín.  En vá hvað það var gaman að koma heim....

Gleðilega árið

Nýárinu var fagnað með stæl af Rósarimafjölskyldunni. Litla daman var ofurróleg yfir öllum sprengjunum og þegar allt ætlaði um koll að keyra af látunum rétt fyrir miðnætti, þá ákvað hún loks að leyfa sér að sofna værum svefni við ljósblossa og læti.  Já þau eru ýmisleg svefnmeðölin.

Á gamlárskvöld

Næsta dag voru allir frekar úfnir og þreyttir en þannig á það líka að vera á nýársdag, er það ekki?

Úfin og þreytt á nýársdag

Svo er litla daman farin að taka upp á því að segja mamma mamma hér og þar og svei mér ef hún er ekki farin að nota það vísvitandi!  Hún er allavega nokkuð örugg með að fá snögga og góða svörun þegar hún notar nýja leyniorðið þannig að það er ekki skrýtið að hún sé snögg að tengja.

 


Bloggari

Rósarimafjölskyldan...
Rósarimafjölskyldan...
Hvað er í gangi í Rósarimanum?

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband