Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006
26.7.2006 | 14:51
Óvænt tíðindi
Á síðasta laugardag héldum við Emma Lilja á Skagann til að samfagna litlu frænkum mínum, þeim Sunnu og Ástrósu sem héldu upp á afmæli sín saman. Öll familían var samankomin og beið maður óþolinmóður eftir að komast í kökurnar þegar séra Eðvarð Ingólfsson stígur fram í fullum skrúða og hjónavígsla Erlu systur og Bjarka hefst. Þar sem þau eru búin að vera saman í heil tólf (12) ár þá hefði þetta kannski ekki átt að koma á óvart en það gerði það samt svo sannarlega.... Það tók fólk nokkra stund að loka opnum munnum og fatta hvað var í gangi en þetta var bara dásamlega gaman og þá eru bara báðar systur mínar giftar með tveggja mánaða millibili. Sem betur fer fáum við Dóri alveg séns, þ.e. við erum svo ný í þessu málum að við eigum alveg inni þó nokkur ár áður en við þurfum að fara að huga að þessu. Eða er það ekki?
Þá er Emma Lilja búin að fara í fjögur brúðkaup, tvær fermingar, útskriftarveislu, ættarmót, og um það bil 50 afmæli á sínum rúma fjögurra mánaða ferli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2006 | 13:47
Sumarskrepp
MMMMM, þetta er búið að vera svo yndislegt í þessari sól sem maður var hættur að trúa á. Svo heppilega vildi til að Dóri var í fríi síðustu viku og vorum við svo heppin að fá að dvelja í sumarbústað fjölskyldu hans í Kjósinni í Hvalfirði. Þar var gert allt sem tilheyrir slíkri vist og við bættist svo nætursjónvarspgláp á hann Magna í Rockstar. Mikið ofsalega er þetta gaman. Mér fannst næstum eins og ég væri stolt móðir þegar hann fékk að taka aukalag í vikunni. Spádómsinnsæi mitt sér fram á fleiri næturvökur á miðvikudags og fimmtudagsnóttum í bráð.
En sem sagt, stúlkan litla sem var með smá eyrnabólgu og er því í fríi frá ungbarnasundi, fékk líka mikið kvef og var því frussað smá vessum í bústaðnum. En þetta er allt á góðri leið og vafalaust hefur sólin hjálpað til að þurrka upp svona óþarfa vessaframleiðslu. Nokkrar myndir fylgja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2006 | 12:31
AMMMMMLI
Í dag er litla dóttir mín orðin fjögurra mánaða gömul. Ekki nóg með að hún eigi þetta afmæli í dag heldur er einnig nákvæmlega ár frá því að Dóri fékk sjokkið þegar ég sveiflaði jákvæðri óléttuprufu framan í hann. (já nei, það slettist ekkert...) Mér finnst eitthvað svo langt síðan þetta var en samt svo stutt.
Til hamingju allir nær og fjær sem fá gleði í hjarta við slíka niðurstöðu, ég man allavega að mitt litla hjarta var einhversstaðar í fimmta, sjötta eða jafnvel sjöunda himni. og er enn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2006 | 15:08
Heimsmeistarar
Ég hef ekki mikinn áhuga á fótbolta en Dóri hefur alveg áhuga á við fjóra þannig að maður hefur ekki farið varhluta af (hmmm skrýtið orðatiltæki) undangenginni heimsmeistarakeppni.
Þegar Evrópumeistarakeppnin var fyrir einhverjum árum þá slysaðist ég til þess að halda með Grikkjum (Sá flottan bol í fánalitunum þeirra.....). Öllum að óvörum sigruðu þeir keppnina og spákonan Hafdís fæddist. Í þessari keppni sagði fyrrnefnt "spákonuinnsæi" mér að Frakkar myndu sigra keppnina og reyndar leit alveg út fyrir það um tíma. Dóri var farin að huga að því að láta mig tippa reglulega fyrir háar fjárhæðir en svo skeði úrslitaleikurinn í gær. Við söfnuðumst saman hjá foreldrum Dóra og eins og sjá má var fjölskyldan ekki alveg sameinuð um að halda með Frökkum. (Dóri svikari...)
Eftir leikinn er ég afar hamingjusöm að hafa ekki reynst sannspá. Ég las nebbnilega í blöðunum um daginn um ýmis skrýtin dauðsföll í sambandi við heimsmeistarakeppnina og eitt af þeim átti rætur að rekja til manns sem fyrirfór sér af ótta við spádómsgáfu sína en hann hafði spáð rétt úrslitum einhvers leiksins. Fegin er ég að þurfa ekki að lifa við slíka byrði sem slíkir hæfileikar væru.....
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2006 | 22:58
Þessi börn...
foreldrum sínum á óvart með því að setja upp skemmtilegt höfuðfat svo
þau ætluðu að fara á límingunum af hlátri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2006 | 13:02
Magni og Prison Break
Ég lafði vakandi í gær til að ná að sjá Magna keppa í Rockstar. Þeir sem voru á undan honum voru svo hrikalega góðir að maður fékk smá hnút í magann þegar hann kom á sviðið. En svo kom hann manni bara á óvart með svakalega góðri rödd, sterk og rokkleg. Framkoman var svona pínu þvinguð, svona " ég verð að vera í geggjuðu stuði" en annars var hann bara flottur. Ég sá ekki þá sem á eftir komu þannig að maður veit ekki hver ætti að detta út en þetta er bara gaman fyrir okkur Íslendingana og þó hann detti strax út er hann samt búin að vinna.
Annað í sambandi við sjónvarp þá var lokaþáttur Prison Break í fyrradag og ég varð alveg bandsjóðandibrjáluð. Hvernig dettur þeim í hug að móðga áhorfendur svona með því að draga þennan horbjóðs flótta í heila 26 þætti og svo endar bara allt í lausu lofti! Ætla þeir virkilega að teygja úr þessu í aðra 26 þætti? Í byrjun fannst mér hann Michael Scofield einhver mest kúl karakter sem hefur komið fram, snillingsklár, alltaf með svona pírð augu og með útreiknaðar lausnir á öllum vandamálum. En halló, eftir að hafa sett saman snilldarflóttaplan til að forða bróður sínum úr fangelsi þá endar hann upp á náð og miskunn hjúkkunnar, þeir sem eru komnir í flóttahópinn eru búnir að margfaldast óendanlega (það voru varla nokkrir eftrir í fangelsinu eftir að þeir komust út) og allt fer úrskeiðis sem getur farið úrskeiðis og þeir enda bara hlaupandi undan löggunni eins og kóngulær undan ryksugu. Ekki mikið kúl við það. Reiknið ekki með mér til að horfa á næstu seríu, ég er móðguð og búin að fá nóg.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2006 | 13:01
Öðruvísi fæða
Jæja, þá er maður komin í næsta skref með Emmu Lilju. Eftir nokkurn umhugsunartíma, ráðleggingar frá uþb fjórtán reyndum mæðrum og ljósmóðurinni sjálfri er það nú opinbert að stúlkun síþyrsta er of grönn (eins og mamman, hahahahahahahah góður þessi....) og er nú farin að fá graut. og bara þriggja og hálfs mánaða...
Vísbendingarnar um hungur prinsessunnar voru nokkrar:
- Eftir miðdegislúrinn var drukkið uþb kortér af hverjum klukkutíma fram á kvöld
- Byrjað að vakna á næturnar til að fá að drekka (sem er alger nýlunda og mamman ekkert ánægð með)
- Eftir að hafa drukkið stanslaust í hálftíma er samt skælt þegar tekin af brjósti.
Þetta virðist stafa af lapþunnri móðurmjólkinni, vissi að ég hefði ekki átt að drekka svona mikla undanrennu síðustu árin.... Emma Lilja vill helst fá alveg mucho mikið af graut, henni finnst þetta svo gaman en ég er búin að vera að vinna mig upp í örfáa millilítra á síðustu dögum, spæja svo eftir einkennum af magakveisu eða óþoli við þessu nýja dóti í meltingarveginn en sé engin slík merki svo maður fer að auka þetta enn meira.
Já Stúlkan mín er bara að vaxa upp úr því að vera ungabarn og í næstu stærð fyrir ofan, smábarn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar