Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

Í sólbaði

Sólarkoss

Um síðustu helgi brugðum við mæðgurnar okkur af bæ og kíktum í Hvalfjörðinn. Þar fórum við í heimsókn að Bjarteyjarsandi að hitta Þórdísi, Ásu Katrínu, Beggu og Bylgju ásamt börnum, voða gaman. Það er greinilega alltaf kátt í sveitinni og hvert barn öfundsvert að fá að alast þarna upp...

Við Emma Lilja héldum svo áfram ferð og kíktum í Borgarfjörðinn til Súsýjar og Bjarna þar sem við gistum. Emma Lilja og Bjarni undu sér vel í sólinni, sérstaklega eftir að Emma fékk sólhatt og sólarvörn til varnar sólinni (Þökk sé góðum ráðum Guggu til óreyndrar móður á sólardegi á Austurvelli Glottandi

 


Fleiri myndir

Skeifa

Skeifan mikla
Ég hélt alltaf að hugtakið " að setja upp skeifu" væri nú bara smá ýkt
dæmi þess að setja upp fýlusvip. Dóttirin góða hefur þó sýnt mér fram á
hvað þetta er mikið snilldarhugtak. Á eftir skeifunni kemur væl þess
sem er einstaklega móðgaður út í það hvernig heimurinn snýst.

Dýrin í skóginum...

Tékka með tungunni

Það er alltaf jafn gaman að velta fyrir sér vexti og þroska barns.  Talandi um þróunarkenninguna (sem ég gerði hér fyrir nokkru) þá er ég alveg búin að sjá merki og áhrif nokkura dýra í barninu mínu, sem bæðevei varð þriggja mánaða í síðustu viku.

" að gera orminn"

Stúlkan er svona að byrja að experimenta með hreyfingar og það er alveg merkilegt hvað ánamaðkahreyfingarnar virka vel.  Þegar hún liggur með móður sinni (mér) í rúminu t.d, þá nær hún að kreppa líkamann saman, þ.e. færa hnén að enninu og svo réttir hún snöggt úr bakinu og voila, hún hefur færst aðeins nær dásamlegu mjólkurbúi Dísu.  Hún er að þróa orminn líka vel á leikteppinu sínu.

"Doing the Dove"

Emma Lilja er að ná þessu með að missa ekki hausinn fram og aftur.  Þetta tekur hins vegar talsvert á ennþá og þegar hún horfir í kringum sig þá svona tinar hausinn og færist fram og aftur við tilfæringarnar.  Afraksturinn minnir ansi mikið á dúfu í ætisleit á stóru torgi, t.d. í Placa Catalunya í Barcelona. 

 " að smakka heiminn í eðlustíl"

 og svo er það hin óborganlega tunga sem skýst út til að smakka á loftinu eða nálægum hlutum. Ég er ekki nægilega kunnug eðlum en kannski er það líka þeirra merki að sjúga á sér varirnar?  Emma Lilja er sko lítið fyrir snuð en þeim mun meira fyrir að sjúga 3-4 putta í einu eða bara varirnar á sér.  Útkoman er svolítið eins og tannlaust gamalmenni með innfallnar varir, svona eins og skorpnu afrísku gamalmenninn sem maður sá í  blöðum í gamla daga. (gamalmenni í dag á Íslandi eru nú svolítið eins og unglingar í gamla daga, þau halda sér svo vel við og líta vel út)

 


Skjótt skipast veður....

Slefað í ágætis skapi

Þegar maður er lítill þá getur lífið verið ansi skemmtilegt.  En að sama skapi getur lífið verið ansi erfitt.  Maður fær athygli og er upptekin við að slefa og þá er voða gaman en skyndilega krælir á hungri og þá er aaaaalllllt leiðinlegt, já nema brjóstið á mömmu.

Hér fylgja nokkrar myndir af Emmu Lilju þar sem gleði og grátur rúmast á sömu fimm mínútunum...


Fleiri myndir

Réttu upp hendi

Rétt upp hendi
Réttu upp hendi sá sem er útslefaður, þreyttur og með hárið út í loftið eftir daginn.....

Sumarið komið.... aftur?

Hnerrað burtu veturinn

Svei mér þá ef maður getur ekki bara hætt að labba um með trefil, hnerrandi og sjúgandi upp í nefið. Á maður að vona að sumarið sé komið aftur?  Maður þorir nú varla að trúa því í þetta sinn, maður er hræddur við að verða fyrir vonbrigðum... aftur.

Emma Lilja er allavega alveg til í að fara að labba Laugaveginn, sitja á Austurvelli að horfa á mömmu sína borða ís og sleikja sólina..... ásamt því að slefa svolítið mikið.(Það er sko Emma Lilja sem slefar, ekki mamman)   Mmmmm góðir tímar framundan....


Bloggari

Rósarimafjölskyldan...
Rósarimafjölskyldan...
Hvað er í gangi í Rósarimanum?

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband