Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006
27.5.2006 | 14:27
og svo snúa....
Hvað haldiði? Haldiði ekki bara að emmulingurinn hafi bara snúið sér af maganum yfir á bakið í dag! og það tvisvar! Í sama mund og ég skrifa þetta þá fæ ég pínu aulahroll yfir að vera svona spennt yfir þessu.... Einhver hlýtur nú að vorkenna mér fyrir að eiga svona viðburðarsnautt líf til að finnast þetta alveg hápunktur dagsins. En svo er nú samt og mér finnst það gaman. Mér finnst gaman að tala um hægðir barna, fæðingar, svefnvenjur, þroskastig og dagvistunarmál. Eitthvað er nú tíðin breytt! Áður fyrr hefði ég frekar troðið steinull í eyrun frekar en að þurfa heyra á þetta minnst.
Reyndar hefur ýmislegt annað merkilegt borið til tíðinda síðustu daga, dómur yfir manni sem meiddi vinkonu mína verulega var lækkaður niður í nánast ekki neitt, ég hitti gamla vinkonu sem loks náði að klára mastersritgerð sína og getur loks borið nafnið Master Jóda með rentu, litla systir Dóra er að útskrifast úr MH í dag og svo vorum við að fá okkur nýjan bíl.
En ég hugsa bara um barnið sem snýr sér....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.5.2006 | 13:18
Geir Ólafs í Eurovision?
Já hún Emma Lilja var sko alveg sátt við úrslitin í Eurovision eins og sjá má á brosinu. Finnarnir koma sterkir inn til að brjóta upp keppnina og verður gaman að sjá áhrifin á lög næsta árs. Eitthvað er talað um að skora á Geir Ólafs að fara næst en hann lofar því að hann geti sko unnið þessa keppni.
Maður getur allavega ekki fengið meiri kjánahroll en Silvía er búin að gefa manni þannig að það er kannski eins gott að hann fari að skella sér. Veit samt ekki alveg hvernig hann er í þungarokkinu ef það er þema næst....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2006 | 17:33
Menningarferð
Þegar veður, helgi og skemmtileg ljósmyndasýning koma saman, þá verður til fyrsta fjölskylduferð minnar litlu kjarnafjölskyldu í miðbæ Reykjavíkur. Eins ómenningarleg og við Dóri nú erum, því miður, þá finnst okkur alltaf voða gaman að skoða ljósmyndasýningar á Austurvelli (núna er þema miðbær Reykjavíkur á síðustu öld) og síðustu helgi brugðum við okkur í bæinn, fengum okkur kaffi (ég) og bjór (Dóri) á útikaffihúsi (útlandastemning) og svo varð maður nú að tékka hvort Hlöllabátar væru með óbreyttu sniði. Þeir eru það.
Að vanda svaf Emma Lilja í gegnum alla menningarferðina. Við bætum henni það upp síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2006 | 20:40
Svefninn góði
Já þau eru ekki mörg áhugamálin sem maður á þegar maður er ungabarn. Reyndar eru þau kannski ekki svo mörg heldur þegar maður er fullorðin (ég er alltaf á leiðinni að koma mér upp einhverju svona löggiltu áhugamáli, svona sem mótvægi við hrúguna sem Dóri hefur- golf, veiði, íþróttir,tónlist ofl ofl). En sem sagt, áhugamál ungabarns felast í mjólkurdrykkju, svefni og svona jú að fá aðeins að kanna heiminn.
Krúttfaktorinn er ansi hár við aðaláhugamálið fyrrnefnda, þ.e. svefninn og hér fylgja nokkrar myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2006 | 14:35
Brúðkaup
Hvað er skemmtilegra til að fagna góðu sumri en að fara í brúðkaup?
Súsí systir reið á vaðið með að gifta sig af okkur systrum enda elst og því skylda hennar. Siggi Villi eiginmaður hennar (hmm ennþá pínuskrýtið að segja það) hefur líka verið afar rómantískur í tilburðum sínum við að biðja hennar og við að biðja foreldra okkar um hönd hennar. Spurning með að hann haldi námskeið fyrir mága sína?
Þau ákváðu að hafa sem minnst tilstand, giftu sig hjá sýslumanni og ætluðu bara að hafa lítið kaffisamsæti heima hjá sér og stinga svo af. Þetta óx þó aðeins í sniðum og endaði í fínum sal en var samt lítið, þægilegt, óformlegt og bara gaman. Siggi fór hamförum í bakstri (hmm spurning með annað námskeið í þeim efnum fyrir minn mann?) og svo lagði Jói Fel hinn snjalli bakari til hluta af kræsingunum. Á endanum varð þetta hin skemmtilegasta stund við að hitta ættingja og sitja á spjalli og við að reyna að fá Emmu Lilju til að sýna smá hressileika frá syfjunni. Hún ætlar víst seint að fá nægan svefn!
Innilegar hamingjuóskir til brúðhjónanna.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2006 | 19:54
Margt er líkt með skyldum
Ungabarnið sykursæta verður æ líkari föður sínum og þá aðallega þegar kemur að svefnvenjum. Hún sefur voðavel og mikið á næturnar, fram eftir degi og svo á daginn en er svo sprellifjörug og í stuði á kvöldin. Skil ekkert í því að Dóri sé ekki löngu orðin næturvörður einhversstaðar, það myndi henta honum vel að geta vakað alla nóttina og sofið á daginn...
bæðevei þá er ég afmælisbarn í dag, 32 ára og er aðallega ánægð með að vera komin í móðurhlutverkið fyrir þennan áfanga. En það væri svo sem alveg eins gaman þó ég væri 42 ára, held ég. Ekki eins og maður þurfi að þola einhverjar andvökunætur... Maður er bara á röltinu í góða veðrinu að njóta lífsins, gjörsamlega yndislegt líf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2006 | 17:32
Líkamsæfingar
snemma. Fyrstu æfingarnar snúast aðallega um að reyna að halda
uppi þessu ferlíki sem hvílir á öxlunum á manni. Þetta gengur nú
upp og niður hjá Emmu Lilju og gerir hana alveg örþreytta svo hún þarf
að leggja sig aðeins meira. Líklega fara nú æfingarnar samt að
bera árangur hvað úr hverju og hún hættir að missa stjórn á höfðinu í
allar áttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2006 | 13:18
Dúkkuleikur
Ég býst við að ég hafi alveg haft gaman af dúkkuleik þegar ég var lítil stúlka. Það sem ég var hins vegar ekki með á hreinu er sú staðreynd að ég hef enn gaman af dúkkuleik. Ég fékk nokkra afskaplega fallega kjóla frá Erlu systur um daginn. Þetta eru kjólar sem voru notaðir af dætrum hennar Sunnur og Ástrósu og eru sumir þeirra þó nánast ónotaðir.
Þvílíkan krútthroll sem maður fær af svona kjólum.. og ég náttúrulega varð að fara í dúkkuleik með dótturina og taka myndir af árangrinum. Meðfylgjandi myndir eru afraksturinn. Ég viðurkenni hinsvegar fúslega að ljósmyndun er ekki mín sterkasta hlið og má ég bæta mig talsvert í þeim efnum. ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2006 | 18:36
Einkennin
Á hverjum degi (nánast) sér maður eitthvað nýtt við stúlkuna sprellinýju. Til dæmis er það að koma í ljós að hún er krullótt með eindæmum, en baaara þegar hárið er blautt. Þegar það þornar er það rennislétt eins og á móðurinni góðu.
Mamman hefur alltaf óskað sér örlítils lífs í hárið sitt en allt hefur komið fyrir ekki og hún vaknar daglega við ofurslétt hárið sitt, laust við alla liði, krullur, dúllur eða önnur skemmtilegheit. Víst óska flestir sér svona breytinga og væntanlega vilja sumir krullóttir einstaklingar gjarnan hafa strauslétt hár. Samt hljómar setningin " ooo ég vildi stundum að liðað hár mitt væri svona slétt eins og þitt" álíka trúleg í mínum augum og ef einhver myndi segja við mig "ooo ég vildi að ég ætti eins auðvelt með að bæta á mig aukakílóum og þú..."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar