Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
29.12.2006 | 18:43
Jeiiiii
![]() |
Setti upp verðlaunaskreytingu fyrir nágrannana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2006 | 23:55
Gleðileg jólin
Úff, varla að fartölvan komist lengur að fyrir stórum maganum mínum. Hann fer bráðum að nálgast þær hæðir sem hann náði þegar ég var sem óléttust af Emmu Lilju.... Svooooona er jólin...
Fyrstu jólin hennar Emmu voru einnig fyrstu jólin hér í Rósarimanum og fór allt fram með stökustu prýði. Reyndar var mamma mín í mat á aðfangadag og sá nú til þess að sósan væri með sínu ljúffenga jólabragði og svona þetta almenna. Annars er ég alveg að fara að verða snillingur í eldhúsinu, fékk svo fína græjur í eldhúsið og góða matreiðslubók í jólagjöf. Þetta kemur allt saman.

Verður ekki að vera ein svona týpískt uppstillt af Emmunni við jólatréð og pakkana? Hún var ekki alveg að fatta allt þetta tilstand, en fannst ósköp gaman að fá nýtt dót með ýmiskonar ljósum og hljóðum...
Svo er maður líka alveg dolfallin yfir englakertaspilinu sem glingar í.
Á jóladag var mikið að gera við að fara í jólaboð og þá var nú gaman að hafa fengið ofsalega flottan silfurkínakjól í jólagjöf frá Bjarna afa.

Bloggar | Breytt 28.12.2006 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2006 | 14:11
Níu mánaða
Svei mér hvað tíminn líður. Barnið hætt að vera ungabarn og orðið níu mánaða smábarn, með fullt af eigin skoðunum og skemmtilegheitum sem maður er að sjá og kynnast. Er afar ánægð með að hafa ákveðið að taka orlof út desember þar sem fæðingarorlofi mínu er opinberlega lokið. Sem sagt, ég er ekki í fæðingarorlofi lengur, heldur í vetrarfríi. Er það ekki allt annað?

Og hvað getur maður þegar maður er níu mánaða? Jú, það er ansi vinsælt að fá að æfa sig í að standa þó ekki séu sporin mörg ennþá. Öryggið við að sitja er orðið mikið og lítið um veltur. Maður segir baba og dada en ekki mama. Maður segir ammamm þegar eitthvað mikið gott kemur í munninn. Maður er sísvangur og borðar allt. Enn fær maður mömmumjólk í litlum mæli, kvölds og morgna en stoðmjólkin er líka algert æði. Búbbarnir eru rosalega skemmtilegir og það er klappað og dansað við lögin þeirra. Það er reyndar klappað í tíma og ótíma fyrir nánast öllu. Það er yfirleitt voða gaman að vera til og mikið brosað og skellt uppúr en þegar á að þurrka slubb af nefi þá hefjast mikil öskur og undanbrögð. Þegar tækifæri gefst til að vera á bleyjunni, er maður fljótur að kroppa límflipana upp og gera mömmu erfitt fyrir. Hárið er farið frá því að vera frekar dökkskollitað í rauðleitt og núna eiginlega frekar ljóst. Augun orðin voða ljósblá og já maður er bara frekar sætur.
Pabbi er orðin spenntur að fá að vera með frumburðinum heima í tvo mánuði en svo ætlar Korpukot að verða annað heimili stúlkunnar bláeygðu frá og með 1.mars. Kunnum við þeim góðar þakkir fyrir.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2006 | 12:30
Undirbúningur
Já það er í nógu að snúast á litlu heimili fyrir jólin. Þá er nú gott að slappa aðeins af og skella sér í bað. Nú er búið að virkja aftur partýgenið í móðurinni góðu og er það víst fyrsta skrefið í átt að endurkomunni í hringiðu mannlífsins, þ.e. í atvinnulífið. Þetta er allt að koma. En guði sé lof fyrir að fá að eiga desember bara í ljúfheitunum.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2006 | 19:42
Loksins vitum við nafnið
Jæja, þá hefst herferðin "AðreynaaðhættaaðkallalitlafrændaTanaognotafrekarréttanafnið" sem er Bjarki Heiðar. Ofsalega fallegt nafn á fallegum dreng.

Innilega til hamingju með skírnina Anna Lilja, Elli og Bjarki Heiðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar