Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Tennur

Litla krúttið verður enn krúttlegra þegar tennurnar blómstra.  Hvernig er annað hægt en að vera skellihlæjandi allan daginn við svona krútti?  Sumir myndu tala um krútthroll í þessu sambandi. Smile

Tannabros

Nú er aðalsportið að sitja ein.  Duglega stelpan þurfti bara smá hvatningu og þá kom þetta loksins.  Nú er bara á fullu verið að reyna að þjálfa stúlkuna fyrir hæfileikakeppni barna, þ.e. fara með dýrahljóðin (ennþá bara fyndið fyrir henni), klappa saman höndum (allt að koma þar...) og svo að fara að veifa bless (hmmm svolítið langt í land þar)

Sitjandi ein 

 


Enn um skjaldbökur

Já, skjaldbakan góða veitir ungabarni yl á vetrardögum.  Engar áhyggjur þar af því hvort bíllinn drífi í vinnuna eða hvort  landið stefni í það óbyggilega.

Þegar maður fer að sofa á kvöldin þá er ansi gott að hafa eina svona uppáhalds til að halda í.

Vinir í fastasvefni

Svo fær maður þvílíkar áhyggjur af því að langamma Magga ætli að láta mann fórna uppáhaldinu til að geta betur klappað og sungið.

Klappað með langömmu Möggu

Já bara að allir væru svo heppnir að eiga svona góðan vin eins og Emma Lilja á í Torte skjaldbökunni sinni.

 

 

 

 

 


Um hálslangar skjaldbökur

Sumir eru alltaf orðnir svolítið þreyttir á kvöldin og þá er reynt að fá leyfi til að taka kríu í miðjum matartíma.  Mæður ná ekki alltaf að stoppa slíka lúra...

Matmálskría

Takið eftir appelsínugulu skjaldbökunni sem má varla hverfa úr augsýn stúlkunnar þessa dagana. Hausinn þjónaði þeim tilgangi að trekkja upp spiladós en þegar það klikkaði lafir hausinn bara langur.  Í samræmi við áðurnefndan "hálssjúkdóm" Emmu Lilju þá hefur skjaldbakan fengið nafnið Torte. (dregið af Torticollis syndróminu sem áður hefur verið rætt um hér...) Það er yfirleitt haldið vel utan um langan háls dýrsins og voða gott að nota restina sem kodda þegar verið er að hvíla sig eftir erfitt skrið um íbúðina.

Skriðið um með Torti

Framhalds að vænta.....


Litir

Litagleði

Sjá hvað sú litla tekur sig vel út í glímubúningnum sínum í litaglaðri leikmottunni sinni.  Hún er ofsalega kát þessa dagana enda er komin pínu von um að dagmæðravandamálið sé að leysast.  Sjáum til á næstu mánuðum með hvað verður áður en maður grætur af fögnuði og létti... 

Skelltum okkur á Mýrina í gær og mikið ofsalega var ég ánægð með hana.  Rosalega flott, fyndin, spennandi og kúl. Það eina sem ég var pínu ósátt við var þessi þungi kórsöngur sem ómaði um myndina og svo þessi sveitaímynd af Reykjavík sem gefin var. En kannski er það bara í hausnum á mér Pouty

   


Dugnaður

 Óskipulögð geymsla

Myndin til hliðar sýnir hvernig geymslan okkar leit út alveg þangað til í gær.   Bara furðulegt samansafn af ótrúlegustu munum frá árdaga búskaps okkar. (fyrir 3 árum) 

Eftir ótrúlegan dugnaðardag í gær (já við fórum í gömlu star wars búningana til að komast í tiltektarfílinginn) er þungu fargi af okkur létt (bókstaflega) og nokkur kíló af drasli farin á Sorpu og í Góða Hirðinn.  Sé alveg fyrir mér góða konu í Sómalíu gefa blómóttu mussunni minni nýtt tækifæri til lífs. 

Hér fyrir neðan má sjá hvernig geymslan lítur út eftir tiltekt.  Ótrúlegt pláss sem myndaðist, hefði bara varla trúað þessu.
cleanroom2


Bloggari

Rósarimafjölskyldan...
Rósarimafjölskyldan...
Hvað er í gangi í Rósarimanum?

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband