Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
30.10.2006 | 22:12
Á ferðinni
setja hana á leikteppi með dót og hún dundar sér í klukkutíma.
Áður en maður veit af er hún búin að skríða undir húsgögn og farin að
fikta í sjónvarpsnúrum. Skemmtilegast finnst henni að
hlaupa um íbúðina á göngugrindinni sinni og svo að hoppa um eins og
brjálæðingur í hoppurólinni sinni. Hún er farin að ná svo góðum
takti á göngugrindinni að hún kemst jafnvel áfram líka í stað þess að
fara bara afturábak eins og fyrstu vikurnar og svei mér þá ef maður
þarf ekki að fara að loka dyrum og fá barnalæsingar á skápa. Á
þetta allt að gerast svona hratt?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2006 | 12:16
Nýjast
Jæja, það vottar fyrir furðulegri tilfinningu þessa dagana sem ég neyðist til að kalla leti. Ég hreinlega nenni engu. Búin að vera dugleg í heimsóknum þessa vikuna en þess fyrir utan verður lítið úr verki. Ekkert bloggað, engin fataskápatiltekt, engin geymsluskipulagning, engin bakstur og engin vandleg og djúp húsmóðurþrif. Bara eitthvað dúllerí með Emmu og jú, ég var að byrja að lesa Draumalandið hans Andra Snæs (hmm er þetta rétt beygt?) Verð ég heilaþveginn náttúruverndarsinni eftir nokkra daga? Kemur í ljós...
En ég verð nú að fá að setja hér mynd af litla frænda hennar Emmu Lilju, þarf að ná mynd af þeim frændsystkinum saman fljótlega. Hann blómstrar bara og maður er bara allur spenntur að heyra hvað drengurinn muni heita. Set líka hér myndir af Emmu Lilju í uppblásna dæminu sem er að hjálpa henni að læra að sitja. Hún kann þetta ekki alveg sjálf ennþá en þetta er allt að koma....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2006 | 17:22
Hégóminn
Emma Lilja hefur gaman af því að horfa á sig í spegli. Ég er ekki viss um að það stafi af því að hún sé að dást að sjálfri sér eða hreinlega finnist bara svona gaman að sjá fleiri börn í kringum sig, sérstaklega eitt svona svipað henni. Við foreldrarnir skiljum allavega ekkert hvaðan hún hefur þetta, enda einstaklega lítið hégómagjörn sjálf (hmmm já eða þannig).
Nýorðin sjö mánaða og mamman farin að fá aðeins í magann yfir endalokum fæðingarorlofs sem nálgast óðum. Reyndar er alveg tilhlökkun tengd því að fara að vinna aftur í janúar en já, þetta verður pínu skrýtið. Pabbinn verður heima í janúar og febrúar og til að stytta þeim feðginum stundir, þá verður keyptur fótbolti í sjónvarpið. Veit ekki hvort Emma Lilja fái einhverja athygli frá pabbanum.... Svo er bara að vona að góð dagmóðir taki barnið í sínar hendur í mars, það er enn ófrágengið en nöfn okkar mæðgna prýða nokkra biðlista dagmæðra. Maður fer bara að rækta magasár þegar maður fer að hugsa um þetta allt saman... En einhvernvegin tekst þetta nú allt saman hjá fólki, og okkur líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2006 | 19:07
Nýr frændi
Á laugardaginn eignaðist Emma Lilja lítinn, ofurfullkomin, dúllulegan frænda með mikið dökkt hár. Anna Lilja systir Dóra og Elli kærastinn hennar áttu eilítið erfiðan dag en á endanum gekk þetta og þvert á væntingar flestra um stúlkubarn kom stór strákur í heiminn. Ég sé það alveg að eftir að maður sjálfur eignast barn þá upplifir maður sína eigin fæðingu í hvert sinn sem fólk í kringum mann gengur í gegnum það sama. Spenningurinn og allt það er miklu meiri og maður vill heyra öll smáatriði. Breyttir tímar
Emma á enn eftir að hitta frændann, maður gefur honum aðeins tíma til að átta sig á heiminum en þau eiga örugglega eftir að vera bestu vinir, enda gott að eiga frænda á sama ári til að leika við í fjölskylduboðum og jú hvenær sem er.
Innilega til hamingju Anna Lilja og Elli og velkominn í heiminn, litli kútur....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2006 | 14:29
Sölumannafóbía
Ég verð alveg fyrst til að viðurkenna að ég hef mikla fóbíu fyrir símasölumönnum (eins og kannski fleiri) en þegar hringt er í mann að kvöldi, við matseld, bleyjuskiptingar eða slíkt þá finn ég alveg hvernig hjartað í mér sem allajafna er dúnmjúkt breytist í stein og ég verð jafnvel dónaleg við saklaust fólk sem reynir að vinna fyrir sér og er jafnvel að selja geisladisk með aldagömlum lögum til styrktar sjúkum sniglum í síberíu. Já nei takk, ég reyni af fremsta megni að vera kurteis en næ að enda símtalið á innan við tíu sekúndum.
En nú er maður orðin foreldri og þá hafa símasölumenn fundið veika blettinn á manni. Um daginn hringdi kona frá ónefndu félagi og óskaði mér innilega til hamingju með barnið (hvernig veit fólk þetta?) og með því að spyrja mig aðeins út í foreldrahlutverkið var hún alveg orðin besta vinkona mín. Þegar söluræðan byrjaði, fór samt hjartað mitt að svona byrja að harðna en þegar hún lýsti fyrir mér að hún væri nú búin að leggja á sig mikið erfiði til að ná saman einstökum barnabókmenntaperlum sem höfðu verið uppseldar og ófáanlegar, byrjaði ég aðeins að gefa mig. Hún var svo rausnarleg að bjóða mér 50% afslátt af heildarverði pakkans (50% discount, only for you my friend, kannast einhver við þetta?) og ég sá mig í anda fletta í gegnum barnaheimsatlasinn með Emmu eftir nokkur ár, þá hreinlega var ég farin að fá tár í augun og grátbað hana nánast um að selja mér pakkann, bara plís, líf Emmu yrði ekki samt án hans. Jamm og svo voru svona líka frábær greiðslukjör, hægt að dreifa hægri vinstri vaxtalaust og jamm...
Nú bíð ég bara eftir sendingu og verð kannski að vera aðeins sneggri næst að skella á....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2006 | 13:06
Kallinn þrítugur
hin (eða sum okkar). Hann tók sér frí í vinnunni í dag í tilefni
dagsins og nú er bara verið að undirbúa pínu teiti fyrir þá nánustu í
kvöld. Emma Lilja er að sjálfsögðu himinlifandi yfir áfanga
föðurins og er eitthvað búin að gefa vísbendingar um að hún hafi gjöf í
pokahorninu. Svei mér þá ef kallinn er ekki bara að bera aldurinn
ágætlega, alltaf sami sjarmurinn. Hann vill þakka góðri kærustu
þennan áfanga, hann hefði aldrei meikað tvítugsaldurinn án hennar, hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar