27.12.2006 | 23:55
Gleðileg jólin
Úff, varla að fartölvan komist lengur að fyrir stórum maganum mínum. Hann fer bráðum að nálgast þær hæðir sem hann náði þegar ég var sem óléttust af Emmu Lilju.... Svooooona er jólin...
Fyrstu jólin hennar Emmu voru einnig fyrstu jólin hér í Rósarimanum og fór allt fram með stökustu prýði. Reyndar var mamma mín í mat á aðfangadag og sá nú til þess að sósan væri með sínu ljúffenga jólabragði og svona þetta almenna. Annars er ég alveg að fara að verða snillingur í eldhúsinu, fékk svo fína græjur í eldhúsið og góða matreiðslubók í jólagjöf. Þetta kemur allt saman.
Verður ekki að vera ein svona týpískt uppstillt af Emmunni við jólatréð og pakkana? Hún var ekki alveg að fatta allt þetta tilstand, en fannst ósköp gaman að fá nýtt dót með ýmiskonar ljósum og hljóðum...
Svo er maður líka alveg dolfallin yfir englakertaspilinu sem glingar í.
Á jóladag var mikið að gera við að fara í jólaboð og þá var nú gaman að hafa fengið ofsalega flottan silfurkínakjól í jólagjöf frá Bjarna afa.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æðislegar myndir af litlu prinsessunni, til hamingju með að vera valin eitt af best skreyttu húsunum, algjör snilld ;-)
Heiða Björk (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 11:09
Gleðilegt ár og takk fyrir allt gamalt og gott og ekki síst takk fyrir kortið, við fórum víst í jólaköttinn þar í ár..... líklegast bara af því að ég ætlaði að vera svo tímanlega í kortunum... þá gerist bara ekkert.
Emma Lilja bara dúlla og gaman að sjá hvað hún dafnar.. ekkert smá skotin í þessum silfurkjól... minnir mann á gömlu skólaárin ;)
gugga (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.