15.12.2006 | 14:11
Níu mánaða
Svei mér hvað tíminn líður. Barnið hætt að vera ungabarn og orðið níu mánaða smábarn, með fullt af eigin skoðunum og skemmtilegheitum sem maður er að sjá og kynnast. Er afar ánægð með að hafa ákveðið að taka orlof út desember þar sem fæðingarorlofi mínu er opinberlega lokið. Sem sagt, ég er ekki í fæðingarorlofi lengur, heldur í vetrarfríi. Er það ekki allt annað?
Og hvað getur maður þegar maður er níu mánaða? Jú, það er ansi vinsælt að fá að æfa sig í að standa þó ekki séu sporin mörg ennþá. Öryggið við að sitja er orðið mikið og lítið um veltur. Maður segir baba og dada en ekki mama. Maður segir ammamm þegar eitthvað mikið gott kemur í munninn. Maður er sísvangur og borðar allt. Enn fær maður mömmumjólk í litlum mæli, kvölds og morgna en stoðmjólkin er líka algert æði. Búbbarnir eru rosalega skemmtilegir og það er klappað og dansað við lögin þeirra. Það er reyndar klappað í tíma og ótíma fyrir nánast öllu. Það er yfirleitt voða gaman að vera til og mikið brosað og skellt uppúr en þegar á að þurrka slubb af nefi þá hefjast mikil öskur og undanbrögð. Þegar tækifæri gefst til að vera á bleyjunni, er maður fljótur að kroppa límflipana upp og gera mömmu erfitt fyrir. Hárið er farið frá því að vera frekar dökkskollitað í rauðleitt og núna eiginlega frekar ljóst. Augun orðin voða ljósblá og já maður er bara frekar sætur.
Pabbi er orðin spenntur að fá að vera með frumburðinum heima í tvo mánuði en svo ætlar Korpukot að verða annað heimili stúlkunnar bláeygðu frá og með 1.mars. Kunnum við þeim góðar þakkir fyrir.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá orðin níu mánaða og fyrstu jólin framundan, hlakka svo mikið til að hitta litlu skvísuna um jólin. ;)
Heiða Björk Frænka (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.