22.4.2006 | 20:52
Emma Lilja skal stúlkan heita
Já loksins er hægt að kalla á stúlkuna með nafni. Eitthvað lengra verður í það að hún hlýði nafninu þó. Athöfnin í Landakotskirkju var hugguleg í faðmi fjölskyldunnar og feikileg kökuveisla var haldin að Bollagötu þar sem kaloríur voru innbyrtar í stórum stíl. Emma Lilja lét sér fátt um finnast og lagði sig bara í gegnum alla athöfnina og jú jú bara veisluna líka. Hún rétt opnaði annað augað þegar vatni var skvett á kollinn. Megi ömmurnar eiga þakkir fyrir að hjálpa móðurinni ósjálfbjarga. Sérstaklega á tengdamóðirin tilvonandi þakkir skildar, hún veit hvert hún getur leitað ef hana vantar einhverntímann nýrnagjafa...
Almenn ánægja virtist ríkja með nafngiftina enda myndi svosem engin þora að láta í ljós einhverjar efasemdir með nafnið sem átti frekar erfiða fæðingu. Emmu nafnið kemur alveg úr loftinu en mömmunni finnst afar huggulegt að það sé svona internasjónal, hún burðast sjálf með eitt óþjált sem fólk í úklandinu strögglast við að bera fram (þó fallegt sé, að sjálfsögðu...).
Lilju nafnið kemur svo frá báðum áttum fjölskyldunnar. Mamman á svo yndislega frænku og æskuvinkonu með því nafni, sem hefur gengið í gegnum hrikalegar hremmingar en komið út úr því ótrúlega heil og með húmorinn í lagi og væri litla stúlkan heppin ef hún hefði eitthvað af hennar krafti. Pabbinn á svo systur og móðursystur sem bera nafnið sem millinafn og betri og yndislegri manneskjur er vart hægt að finna. Ekki leiðum að líkjast. Klikkið á fyrirsögn fyrir fleiri myndir.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
til lukku með fallegt barn og fallegt nafn á henni ;)
Sigrún, 22.4.2006 kl. 21:19
Kæru hjónaleysi og krúttídúlla
Innilega til hamingju með fallega nafnið
kveðja úr sveitinni
Þórdís
Þórdís (IP-tala skráð) 23.4.2006 kl. 11:30
Innilega til hamingju með fallegt nafn á litlu prinsessuna.
Gleði gleði gleði.
Knús frá Fálkunum.
Gagga (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 09:16
Innilegar hamingjuóskir, fallegt nafn sem þið völduð.
Fer henni mjög vel, litla lubbanum ;)
Kóparnir
gugga (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.