20.4.2006 | 17:30
Sumarið komið
Gleðilegt sumar!
Þetta sumar lofar góðu, enda ekki á hverju vori sem maður horfir fram á margra mánaða samveru með vaxandi barni með öllum þeim skemmtilegheitum sem tilheyra. Hvað getur maður annað en horft björtum augum á sumarið sem er í vændum?
Veðrið hefur verið að reyna að ákveða sig undanfarið hvort það lýsi frati á allar sumarpælingar eða hvort það spili með en allavega er búið að vígja grillið inn í sumarið og hvað boðar sumarkomu betur en grillilmurinn góði?
Á laugardaginn fær dóttirin nafnlausa loksins nafnið sitt og bíða foreldrarnir spenntir eftir því að geta loks farið að leggja nafnleysurnar til hliðar, dúllan, lillan,barnið, djásnið,yndið og allt það. Eftir laugardaginn verða slíkar nafnleysur bara notaðar "spari".
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
bíðum spennt eftir nafninu...
kv. Kóparnir
gugga (IP-tala skráð) 20.4.2006 kl. 22:49
bíðum spennt eftir nafninu...
kv. Kóparnir
gugga (IP-tala skráð) 20.4.2006 kl. 22:50
Bíð spennt eftir nafninu einnug... og svo bíð ég nú líka soldið spennt að sjá mynd af þeim vinkonunum... minni og þinni altsvo. Var því annars ekki lofað?
Geigs
Gagga (IP-tala skráð) 21.4.2006 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.