4.8.2008 | 09:55
Í blóma
Jæja,
Yndisleg bústaðaferð að baki og síðasta sumarfrísvikan að hefjast. Alveg hreint er þetta nú dásamlegt allt saman. Dóri duglegur í golfinu og ég reyni að skreppa í sund við tækifæri en annars má kalla þetta hina mestu afslöppun.
Emma Lilja er núna búin að vera þrjár vikur á kúrnum og við sjáum engar dramatískar breytingar þannig að ég fer bara að setja inn glúten og mjólkurvörur hægt og hægt svona rétt í lokin á fríinu svo hún fái ekki sjokk í leikskólanum. Átti svo sem ekki endilega von á því að þetta gerði einhver kraftaverk en er afar ánægð með að hafa allavega prófað þetta. Þá sest maður bara aftur í amrísku "fræðin" og athugar hvaða kraftaverkalækningar aðrar maður getur prófað. Held ég setji samt mörkin við raflostmeðferð eða kvikasilfurmeðferð...
Ég þarf alveg að fara að skella einhverjum myndum hér inn, lofa að gera það fljótlega.
over and out
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.