Leita í fréttum mbl.is

Í miðju sumarfríi

En það yndi að vera í svona dásemdar fríi.... og ekki skemmdi veðrið sem var í síðustu viku... 

Við fjölskyldan skelltum okkur í ferðalag með Önnu Lilju, Ella og Bjarka Heiðari  orkubolta og gistum á hinum ýmsu svefnpokapláss gististöðum, frá Laugarvatni og til Álftavers við Vík.  Áttum yndislega sólardaga í Skaftafelli, við Skógarfoss, á Kirkjubæjarklaustri, Vík í Mýrdal og fleiri stöðum.  Það virtist vera þannig að þegar við settumst niður með nestið, þá braust sólin fram til að hlýja okkur.  Og þegar gistingin brást á Vík, þá reddaðist mun betri gisting skömmu síðar eins og fyrir ótrúlega tilviljun!  Það voru því þreyttir en afar ánægðir og sólbrenndir ferðalangar sem komu heim á sunnudag. 

Emma Lilja byrjaði í kúrnum sínum góða, glúten- og mjólkurlausa daginn fyrir ferðalagið, og fyrst ég gat haldið kúrinn út á svona ferðalagi, þá hefur maður enga afsökun að ná ekki að halda út þennan mánuð.  Sem betur fer borðar litla stúlkan allt með bestu lyst og þó eitthvað hafi maginn verið með vandræði á öðrum degi og eitthvað hafi skilað sér upp aftur, þá er það nú líkast til eðlilegt við svona dramatískar breytingar á mataræði.  Maður er líka enn að þreifa fyrir sér hvað fer vel saman og hvernig er best að gera hlutina til að þeir séu sem bestir, en þetta gengur samt ótrúlega vel.  Húrra fyrir Heilsuhúsinu sem selur svo ótrúlega margt tilbúið svo móðir með ógleði þurfi ekki að standa í matarstússi frá grunni....      Ef það hefur ekki komið fram áður, þá er nefnilega lítið systkini Emmu Lilju á leiðinni og ætti að komast á áfangastað í byrjun febrúar eða svo.   Sem betur fer ætti ógleðitímabilið að vera að renna sitt skeið á næstu dögum og verður því vel fagnað.

En sem sagt, nú er kominn vika á kúrnum hjá Emmu og eru í raun einu breytingarnar sem við sjáum bara betri hægðir (voru afar harðar áður og oft lengi að koma) og svo reyndar hefur hún verið að afar glaðlyndu og hamingjuríku skapi undanfarið.  Hún er þó reyndar oftast þannig, þannig ða ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvort þetta sé bara almenn vellíðan eða eitthvað tengt kúrnum.  Sjáum til.

kveðja í bili, Sumarfrísfólkið....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Rósarimafjölskyldan...
Rósarimafjölskyldan...
Hvað er í gangi í Rósarimanum?

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband