Leita í fréttum mbl.is

Fimm þumalputtar

Jæja, ég er víst strax farin að slá slöku við í blogginu... get víst ekki gert betur en að reyna.  Ofsalega þykir mér vænt um að fá að heyra á athugasemdunum að einhver lesi þetta pár, þó fyrri yfirlýsingar gefi til kynna að ég bloggi meira fyrir sjálfa mig Wink

Lillan búin að vera svolítið dugleg að herma eftir mömmu og pabba um helgina en fyrstu æfingarnar í leikskólanum fela í sér fyrirmælin "Gerðu svona" og svo er höndum lyft beint upp yfir höfuð eða klappað.    Þetta er nokkuð flókið fyrir litla stúlku sem kann ekki að herma eftir en eitthvað er allavega að gerast, það er frábært.  

Það er þó eitt sem heftir hana talsvert en það er áráttan að vera alltaf að sjúga vinstri hendina, eða vísifingur og þumalputta á meðan hægri hendi fiktar í eyranu á sjálfri sér.  Hún var með ágætis tangargrip (tak á hlutum milli þumalputta og vísifingurs) en með þessu endalausa sogi, þá er hún nánast búin að glata því niður og á núna í mestu erfiðleikum bara að týna Cheerios eða brauðbita upp í sig.  Hún tekur þá yfirleitt upp hluti með öllum lófanum og reynir svo að troða nánast allri hendinni upp í sig til að ná bitanum góða.  Við höfum reynt ýmislegt en það sem hefur gengið best er að láta hana vera með fingravettling á vinstri hendi, þá allavega náði hún að slappa af nógu lengi með hendina úr munninum að hún fann jafnvægið til að byrja að labba svolítið.  Vildi óska að hún hefði bara viljað snuð á sínum tíma til að fá útrás fyrir þessa sogþörf, það þýðir lítið að byrja á því núna (trúið mér ég var að reyna þetta um daginn Gasp.)

Varðandi labbið, þá er hún svo stíf í hnjánum og beygir þau helst ekkert þó hún geti það alveg og hún á í mestu erfiðleikum við að labba á ósléttu grasbala.  Hún eiginlega neitar bara að fara af stað þegar við erum úti á grasi.  Henni finnst hinsvegar voða gaman að fá að leiða mömmu og þá er hægt að labba endalaust og er voða gaman að vera úti í góða veðrinu. 

mánuður í sumarfrí... kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: .

Datt hér inn fyrir tilviljun, er amma tveggja einhverfra drengja sem eiga heima ekki langt frá þér..... bloggið mömmu þeirra er inni á mbl......

., 15.6.2008 kl. 23:08

2 identicon

Takk fyrir innlitið, það væri gaman að fá frekari upplýsingar um blogg ömmubarnanna þinna, endilega láttu mig vita ef þú átt leið hér aftur...

Hafdís (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 23:07

3 identicon

Hæ hæ Rósarimafjölskylda. Mér finnst yndislegt að þið séuð farin að blogga aftur:)

Hlakka til að fylgjast með ykkur

knús og kram

Anna Lilja

Anna Lilja (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 15:36

4 identicon

Hæ elsku Dísa og familí. Datt í hug að kíkja hér inn eftir langan tíma og var ekki búin að heyra af Emmu Lilju. Gangi ykkur rosa vel með meðferðina og ég vona að við sjáumst sem fyrst. Er komin heim í kreppuna .

Kær kveðja, Karamella. 

Guðný Camilla (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 21:02

5 identicon

hæ mín kæru,

ég verð nú að upplýsa ykkur um mína gömlu kæki, vildi aldrei snuð og saug þumalfingurinn til 6 ára aldurs og nuddaði eyrnasneplana á mömmu og pabba (kenndu mér sko alltaf um stærð eyrnasneplana á þeim, sem er auðvitað tómt bull).... svo við Emma erum nú pínu líkar ;)))

kv

Gugga

Gugga (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Rósarimafjölskyldan...
Rósarimafjölskyldan...
Hvað er í gangi í Rósarimanum?

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband