2.6.2008 | 21:48
Atferlismótun
Jæja, þá fer stúlkan loks að fara að fá markvissa einhverfumeðferð. Það virkar sem sagt þannig að sérfræðingur í atferlismótun sem er aðferðin sem við veljum að fara, kom og sýndi okkur í leikskólanum hvernig við ættum að byrja og svo er ekkert meira í boði fyrr en eftir mánuð þegar sami sérfræðingur kemur og verður viðstaddur þjálfunarstund.
Maður gerir sér grein fyrir að þeir á greiningarstöðinni eru yfirhlaðnir og vafalaust ótrúlega langur verkefnalisti hjá þeim sérfræðingum sem þar eru, en ég hefði samt kosið að fá aðeins meiri aðstoð við að koma meðferðinni af stað. Ég var búin að fá upplýsingar um að sérfræðingar myndu sjá um þjálfunina, allavega þar til þekkingin hefur yfirfærst á þroskaþjálfa leikskólans en nei, það er víst ekki þannig í bili. En maður er nú samt mikið heppin að hafa svakalega gott fólk í leikskólanum og Ragga þroskaþjálfi hefur verið og mun vafalaust vera frábær í þessu. Að sjálfsögðu munum við svo taka pakkann áfram hérna heima og maður skoðar að kaupa jafnvel aukalega sérfræðiaðstoð heim. Sjáum til með það.
Markmiðið með atferlismótunaraðferðinni er svo að fá stúlkuna góðu til að herma eftir. Þegar hún er loks farin að herma eftir, þá er hægt að kenna henni ýmsar athafnir og hreyfingar sem hún er ekki að ná að læra sjálf. Bara best að krossleggja fingur, biðja um mikla þolinmæði, árangur og allt sem þarf í góðan kokkteil
Sumarkveðja
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komdu sæl.
Ég rakst á síðuna þína á framan á Moggablogginu og ætla að skilja eftir hjá smákvitt. Við erum með fimm ára stúlku á einhverfurófinu, greinda 2006, og höfum séð ótrúlegar framfarir hjá henni með þeirri góðu hjálp sem við fáum frá okkar bæjarfélagi og hjá Greiningarstöðinni. Snemmtæk íhlutun gerir svo góða hluti fyrir þessi börn. Gangi ykkur sem allra best.
Kveðja, Þórdís
Þórdís Guðmundsdóttir, 2.6.2008 kl. 22:20
Hæ krúttilega fjölskylda
Sá að bloggsíðan er komin á fullt Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með prinsessunni.
kv. Eva
Eva Lind (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 22:21
Frábært að sjá að þú ert farin að blogga aftur!
Gangi ykkur sem allra allra best.
Kv
GHH
Gagga (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.