27.5.2008 | 14:08
Gangandi hætta
Var að sækja lilluna á leikskólann. Greyið datt og fékk gat á hausinn. Sem betur fer var þetta bara skráma í raun og bólga, þannig að ekki þurfti að sauma.
En svona er hættulegt að byrja að labba og vera svolítið stífur. Emma Lilja er svotil nýbyrjuð að labba og er bæði ofsalega stíf í hnjánum og einnig svolítið léleg í jafnvæginu. Hún er því eiginlega alltaf á hausnum . En þetta vonandi kemur með æfingunni og aldrinum, hún er allavega að fá nóga æfingu, vill bara vera á ferðinni, hvort sem er að láta leiða sig eða bara sjálf. þetta hlýtur að vera mikill munur fyrir tveggja ára barn sem er orðið óþreyjufullt að komast sjálft til að kanna það sem mest er spennandi hverju sinni.
Annars er vonandi allt að fara í gang frá greiningarstöðinni, þ.e. vonandi förum við að byrja að fá einhverfumeðferð í leikskólann, maður er orðinn frekar óþreyjufullur eftir því. Við erum orðin nokkuð ákveðin í að reyna að nota aðferð sem kallast atferlismótun en þar eru verkefnin brotin niður í smá skref og með endurtekningum og réttri hvatningu reynt að fá barnið til að framkvæma hluti þar til þeir eru lærðir. Ég held að þetta gæti gagnast henni vel til að læra að læra. Þegar gleymist að prógrammera slíkt í barnið, þá verður bara að nota aðrar aðferðir!
Einnig ætla ég að prófa að taka mjólkurvörur og glúten úr mataræðinu hennar þær fjórar vikur sem við erum í sumarfríi, sú aðferð hefur reynst mörgum einhverfum börnum vel. Fram að þeim tíma er eins gott að kynna sér hvað er til, hvar og hvernig það er notað. Eins og ég hef nú gaman að svona matarstússi eða þannig! Sjáum svo til eftir sumarfríð hvort við höldum áfram þessu mataræði í einhvern tíma.
Jæja nú er stúlkan með gatið að vakna af miðdegisblundi,
HB
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ,hæ,
Mikið er gaman að sjá að bloggið er komið í gang aftur. Kíki alltaf hér við á vefrúntinum...
En gaman að Emma sé farin að ganga, yndislegar fréttir - fæ bara hreinlega tár í augun. Hljómar öfugsnúið að maður "fagni" því að hún fái skrámur, en það segir manni að hún er komin skrefinu lengra og því er bara hægt að fagna.
Óðinn stefnir á að koma og prakkarast með Emmu sinni á næstunni
Ólátagarðsgengið
Gugga (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.