Leita í fréttum mbl.is

Nýjast

Litli nýi frændinn

Jæja, það vottar fyrir furðulegri tilfinningu þessa dagana sem ég neyðist til að kalla leti.  Ég hreinlega nenni engu.  Búin að vera dugleg í heimsóknum þessa vikuna en þess fyrir utan verður lítið úr verki.  Ekkert bloggað, engin fataskápatiltekt, engin geymsluskipulagning, engin bakstur og engin vandleg og djúp húsmóðurþrif.  Bara eitthvað dúllerí með Emmu og jú, ég var að byrja að lesa Draumalandið hans Andra Snæs (hmm er þetta rétt beygt?)  Verð ég heilaþveginn náttúruverndarsinni eftir nokkra daga?  Kemur í ljós...

En ég verð nú að fá að setja hér mynd af litla frænda hennar Emmu Lilju, þarf að ná mynd af þeim frændsystkinum saman fljótlega.  Hann blómstrar bara og maður er bara allur spenntur að heyra hvað drengurinn muni heita.  Set líka hér myndir af Emmu Lilju í uppblásna dæminu sem er að hjálpa henni að læra að sitja.  Hún kann þetta ekki alveg sjálf ennþá en þetta er allt að koma....


Veiiiii ég kann að sitja...
Æææ alveg að detta...
ohh ekkert gaman lengur...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Rósarimafjölskyldan...
Rósarimafjölskyldan...
Hvað er í gangi í Rósarimanum?

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband