16.10.2006 | 17:22
Hégóminn
Emma Lilja hefur gaman af því að horfa á sig í spegli. Ég er ekki viss um að það stafi af því að hún sé að dást að sjálfri sér eða hreinlega finnist bara svona gaman að sjá fleiri börn í kringum sig, sérstaklega eitt svona svipað henni. Við foreldrarnir skiljum allavega ekkert hvaðan hún hefur þetta, enda einstaklega lítið hégómagjörn sjálf (hmmm já eða þannig).
Nýorðin sjö mánaða og mamman farin að fá aðeins í magann yfir endalokum fæðingarorlofs sem nálgast óðum. Reyndar er alveg tilhlökkun tengd því að fara að vinna aftur í janúar en já, þetta verður pínu skrýtið. Pabbinn verður heima í janúar og febrúar og til að stytta þeim feðginum stundir, þá verður keyptur fótbolti í sjónvarpið. Veit ekki hvort Emma Lilja fái einhverja athygli frá pabbanum.... Svo er bara að vona að góð dagmóðir taki barnið í sínar hendur í mars, það er enn ófrágengið en nöfn okkar mæðgna prýða nokkra biðlista dagmæðra. Maður fer bara að rækta magasár þegar maður fer að hugsa um þetta allt saman... En einhvernvegin tekst þetta nú allt saman hjá fólki, og okkur líka.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er æðisleg mynd af Emmu Lilju, það er alltaf gaman að lesa heimasíðuna
Kv. Eva Lind
Eva (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 23:01
Þú kvíðir síðustu 2 vikurnar í des og sefur ekki síðustu nóttina áður en þú ferð að vinna... svo tekur þetta 2 daga og þú nýtur þín í botn...og fattar að þú ert ekki ómissandi ;)
svo kemstu að því að feðraorlofið er líka fín aðlögun fyrir dagmömmuna.... hún á bara eftir að njóta sín með hinum krökkunum ;)....
bestu kveðjur
Skálaheiðarpakkið
gugga (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.