10.10.2006 | 19:07
Nýr frændi
Á laugardaginn eignaðist Emma Lilja lítinn, ofurfullkomin, dúllulegan frænda með mikið dökkt hár. Anna Lilja systir Dóra og Elli kærastinn hennar áttu eilítið erfiðan dag en á endanum gekk þetta og þvert á væntingar flestra um stúlkubarn kom stór strákur í heiminn. Ég sé það alveg að eftir að maður sjálfur eignast barn þá upplifir maður sína eigin fæðingu í hvert sinn sem fólk í kringum mann gengur í gegnum það sama. Spenningurinn og allt það er miklu meiri og maður vill heyra öll smáatriði. Breyttir tímar
Emma á enn eftir að hitta frændann, maður gefur honum aðeins tíma til að átta sig á heiminum en þau eiga örugglega eftir að vera bestu vinir, enda gott að eiga frænda á sama ári til að leika við í fjölskylduboðum og jú hvenær sem er.
Innilega til hamingju Anna Lilja og Elli og velkominn í heiminn, litli kútur....
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir yndislega kveðju:) Við litla fjölskyldan í Nóatúni erum þessa dagana að taka því róega og kynnast nýjasta meðliminum. Þetta er yndislegur tími:) Hann bíður svo spenntur eftir að hitta bestustu frænku sína.
Luv
Anna Lilja, Elli og litli sæti kúturinn
Anna Lilja og Elli (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 21:46
Til hamingju með litla frænda!! Og til hamingju Anna Lilja og Elli!! Var að sjá mynd og VÁ hvað hann er sætur, get ekki beðið eftir að hitta hann og fá að máta:) Hvernig er það verða nýbökuðu foreldrarnir ekkert með síðu?? Ef ekki þá panta ég fleiri myndir..:)
Kveðja
Kristín Þóra frænka...sem sagði alltaf að þetta yrði strákur..;)
Kristín Þóra (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 11:33
Til hamingju með litla frænda Emma Lilja og fjölskylda,
ég get ekki beðið eftir að sjá litla kútin.
Og til hamingju Anna Lilja og Elli, ég sé ykkur fljótlega.
Frábært fyrir fjölskyldna að fá fleiri stráka, við erum orðnar svo margar skvísurnar ;-)
Heiða frænka (IP-tala skráð) 13.10.2006 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.