Leita í fréttum mbl.is

Sölumannafóbía

Ég verð alveg fyrst til að viðurkenna að ég hef mikla fóbíu fyrir símasölumönnum (eins og kannski fleiri) en þegar hringt er í mann að kvöldi, við matseld, bleyjuskiptingar eða slíkt þá finn ég alveg hvernig hjartað í mér sem allajafna er dúnmjúkt breytist í stein og ég verð jafnvel dónaleg við saklaust fólk sem reynir að vinna fyrir sér og er jafnvel að selja geisladisk með aldagömlum lögum til styrktar sjúkum sniglum í síberíu.  Já nei takk, ég reyni af fremsta megni að vera kurteis en næ að enda símtalið á innan við tíu sekúndum.  

En nú er maður orðin foreldri og þá hafa símasölumenn fundið veika blettinn á manni.  Um daginn hringdi kona frá ónefndu félagi og óskaði mér innilega til hamingju með barnið  (hvernig veit fólk þetta?) og með því að spyrja mig aðeins út í foreldrahlutverkið var hún alveg orðin besta vinkona mín.  Þegar söluræðan byrjaði, fór samt hjartað mitt að svona byrja að harðna en þegar hún lýsti fyrir mér að hún væri nú búin að leggja á sig mikið erfiði til að ná saman einstökum barnabókmenntaperlum sem höfðu verið uppseldar og ófáanlegar, byrjaði ég aðeins að gefa mig.  Hún var svo rausnarleg að bjóða mér 50% afslátt af heildarverði pakkans (50% discount, only for you my friend, kannast einhver við þetta?) og ég sá mig í anda fletta í gegnum barnaheimsatlasinn með Emmu eftir nokkur ár, þá hreinlega var ég farin að fá tár í augun og grátbað hana nánast um að selja mér pakkann, bara plís, líf Emmu yrði ekki samt án hans.  Jamm og svo voru svona líka frábær greiðslukjör, hægt að dreifa hægri vinstri vaxtalaust og jamm...  

Nú bíð ég bara eftir sendingu og verð kannski að vera aðeins sneggri næst að skella á.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldrei að fara yfir þessar 10 sek..... bara vera pirruð og segja að þú sért x merkt! mín ráð ;) brjálast alltaf! kv
Gugga

Gugga (IP-tala skráð) 8.10.2006 kl. 17:15

2 identicon

Koddu í heimsókn og við getum talað illa um sölumenn.
kv
Gagga á Lyngó

Gagga (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Rósarimafjölskyldan...
Rósarimafjölskyldan...
Hvað er í gangi í Rósarimanum?

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband