Leita í fréttum mbl.is

Torticollis

Lasinn stúlka

Eins og kannski hefur komið fram hér áður þá er ég ekkert sérstaklega næm þegar kemur að veikindum fólks.  Eitt af því sem ég hef átt bágt með að læra er þetta að setja hendi á enni barns og geta þá sagt til um hitastig.  Um daginn hélt ég að ég væri búin að ná tökum á þessu þegar Emma Lilja var brennheit á hausnum en þegar ég setti hendi við, þá sko þóttist ég finna að undir þessu öllu væri engin alvöru hiti, þ.e. að hún væri við hestaheilsu.  Við nánari skoðun var stúlkan með rúman 40 stiga hita og ljóst að ég þarf að æfa mig svolítið betur í þessari hitamælingaíþrótt.  Eftir að hafa talað við tvo lækna á tveimur dögum var orðið ljóst að Emma Lilja stríddi við vírus sem ekkert er við að gera en bíða eftir að hverfi en einnig tjáði okkur einn barnalæknir að hún væri með Torticollis.  

Þetta hljómar verr en það er, það sem þetta þýðir er að hún er með smá leiðindi í einum vöðvanum í hálsinum þannig að hún hallar höfðinu alltaf undir flatt, þ.e. vöðvinn er of stuttur.  Og hvað þarf að gera? Jú hún þarf að fara í sjúkraþjálfun, litla stúlkan, svo hún muni ekki þjást af vöðvabólgu síðar á ævinni.  Af öllum "sjúkdómum" sem stúlkan mín hefði getað fengið, þá skal ég sko alveg sættast við saklaust Torticollis.... 


Gangandi Torticollisstúlkan
Tvær tennur og torticollis

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er nú bara sæt með þennan torticollis (góður sjúkdómur fyrir pælara

erla frænka (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 00:16

2 identicon

Er þetta að ganga eða í tísku þessa dagana, ég veit um 1 4ra vikna sem er í sjúkraþjálfun við sama, hvernig komumst við hin af án þess að heyra um þetta.
Guðný

Guðný Árnadóttir (IP-tala skráð) 6.10.2006 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Rósarimafjölskyldan...
Rósarimafjölskyldan...
Hvað er í gangi í Rósarimanum?

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband