Leita í fréttum mbl.is

Hverjum líkist hún?

Rúnda og Lilla

Eitt er það sem vekur forvitni ættingja þegar lítill ættingi fæðist er að fá að sjá hverjum barnið líkist.  Fjölskyldan þyrpist að og allir þykjast sjá eitthvað í svip barnsins sem tilheyri hinni eða þessari fjölskyldu, ættarnefið eða augabrúnirnar hennar ömmu og þar fram eftir götunum.  

Ég va ekki síður forvitin og hlakkaði mikið til að fá að sjá litlu dóttur mína til að stúdera svipinn.  Raunin hefur svo orðið sú að fæstir sjá nokkurn svip með barninu og foreldrunum! Engu er líkara en því hafi verið rænt á deildinni...!  Mikið og þykkt hárið á dótturinni var ólíkt skallanum á mér þegar ég var lítil, þó liturinn væri svipaður og augun og andlitsdrættir virðast alveg hennar eigin.  

Það hefur þó komið upp úr krafsinu við að skoða barnamyndir af systrum pabbans að lillunni svipar mest til Rúndu, yngri systur Dóra.  Það er svo sem ekki leiðum að líkjast enda báðar systurnar fallegar með eindæmum.  Svo er líka gaman að lillan deilir strax áhugamáli með Rúndu en þeim finnst báðum ákfalega gott að sofa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þarna liggur hún með uppáhalds frænku sinni :)

Sigrún Edda frænka (IP-tala skráð) 9.4.2006 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Rósarimafjölskyldan...
Rósarimafjölskyldan...
Hvað er í gangi í Rósarimanum?

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband