Leita í fréttum mbl.is

Hálft ár

Oftast finnst manni hálft ár ekki langur tími. Þetta er kannski tími til að ná að borga upp eitt samviskubit á raðgreiðslum, geymslan sem átti að taka í gegn í janúar er enn í rúst hálfu ári síðar, hár síkkar eilítið, uppáhaldslagið í útvarpinu er orðið pirrandi, aukakílóin hrynja á mann úr öllum áttum og maður er alltaf jafnungur.  

Nema þegar frumburðurinn er orðinn hálfs árs, þá er hálft ár alveg gígantískur tími en samt svo snöggur að líða.  Þetta hálfa ár búið að vera ótrúlegt, að sjá litlu rækjuna verða að persónu með eigin karaktereinkenni og svona líka skemmtileg og gleðigjafi fyrir foreldrana. 

  • Sex mánaða krílið getur borðað nánast allt (og finnst það ýkt gaman),
  • getur velt sér í allar áttir
  • getur skriðið svolítið á parkettinu, aðallega afturábak
  • á sín uppáhaldsleikföng (Binna býfluga og Siggi Skjaldbaka)
  • drekkur enn mömmumjólk í miklu magni, helst oft á næturnar líka, ekki til mikilla vinsælda
  • hjalar með tilþrifum, tekur Tarsanöskrin helst strax í býtið og finnst það svaka stuð
  • skellir upp úr og hlær þegar sagt er Búh! oft í röð
  •  á eina uppkomna tönnslu í neðri góm og önnur á uppleið við hliðina
  • finnst voða gaman að sitja og standa en getur ekki alveg sjálf ennþá
  • getur dundað sér endalaust í leikteppinu sínu með dótið sitt
  • er voða góð og þæg og yndisleg
Já þetta er baaaara gaman...  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með áfangann!! Merkileg skref allt saman :)
Já, og takk fyrir síðast - það var loksins að við drösluðumst til að hittast. Meira af því bráðum segi ég bara...
Knús

Gagga (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 09:32

2 identicon

Vá hvað tíminn flýgur, til hamingju með hálfa árið.
Áður en þið vitið af verður hún farin að hlaupa ;-)

Heiða frænka (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 13:32

3 identicon

Til hamingju með hálfa árið, tíminn líður ótrúlega hratt!

Barnæskan hefst á því að barnið spyr hvaðan það hafi komið...
...og endar á því að það neitar að skýra frá því hvert það sé að fara.

Sjáumst, Stína, Raggi, Hrefna Líf og Alli rokk

Stína & Raggi (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Rósarimafjölskyldan...
Rósarimafjölskyldan...
Hvað er í gangi í Rósarimanum?

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband