Leita í fréttum mbl.is

Hár

Smjörgreiðslan fræga

Hár getur verið ótrúlega fyndið fyrirbæri.  Emma fór í fyrstu klippinguna í vikunni.  Það var snillingsstofa sem kallast Stubbalubbar og gerir þetta að skemmtilegri reynslu fyrir börnin (nei ég er ekki á prósentum, ætti samt að fá svoleiðis...).  Hún fékk viðurkenningu með áföstum hárlokk fyrir og ekki leiðinlegt að eiga slíkt í minningarsarpinum fyrir lilluna.  Nurlarinn móðir hennar ætlaði varla að tíma að greiða offjár fyrir að klippa þessar litlu lufsur og leitaði dyrum og dyngjum að einhverjum ættingjum sem gætu tekið að sér verkið fyrir knús en það bar engan árangur.  Loks gafst ég upp og þar sem maður fær 50% afslátt af fyrstu klippingu á fyrrnefndri stofu þá skellti ég mér þangað. Ég fylgdist bara vel með og hver veit nema ég prófi mig við þessa iðju þegar þess verður næst þörf!   Áður en lokkarnir fögru fengu að fjúka varð ég að taka nokkrar myndir af hárprúðri stúlku.  

Meðfylgjandi eru einnig myndir af föður stúlkunnar lokkaljúfu sem var heldur betur lokkaljúfur sjálfur.  Hann tók málið í sínar hendur og krúnurakaði sig sjálfur með þeim árangri sem sjá má á myndunum.  Fyrrnefndri móður finnst hann bara meiri sjarmur svona.... 


Móhíkaninn
Rakstur í gangi úpssss
hárlítill en heillandi...
Nýklippt, svaka munur
Stífgreitt til hliðanna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha en hvad hún er saet (og pabbinn "hóst").. vid erum her i hitanum ad skoda lilluna okkar :) kvedja frá ommu, afa og sigrúnu eddu í portúgal !!

amma, afi og sigrun edda (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 09:16

2 identicon

Gamana að fylgjast með blogginu og myndunum. Fer Dóra nú bara nokkuð vel hárleysið og Emma Lilja alltaf jafn falleg.
Kveðja Dídí

Sólrún Lilja (IP-tala skráð) 8.9.2006 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Rósarimafjölskyldan...
Rósarimafjölskyldan...
Hvað er í gangi í Rósarimanum?

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband