3.9.2006 | 22:29
Flugan
Dúlluleg helgi að baki. Ég og Emma Lilja fórum í heimsókn á Skagann þar sem við gistum hjá Erlu systir sem er sjúklingur þessa dagana að jafna sig eftir aðgerð. Emma Lilja var í skýjunum með athyglina frá frænkum sínum Sunnu og Ástrósu og hafði gaman af því að fá að kíkja með í klukkuklúbb að fá að slúðra aðeins og kjamsa á kræsingum. Við heimkomuna á laugardag hittum við fyrir krúnurakaðan föður stúlkunnar. (hann reytti hár sitt í söknuði) Eftir að fá augnablik til að venjast honum, finnst okkur Emmu Lilju hann bara sætur svona.
Í dag sunnudag tókum við fjölskyldan svo rúnt á Selfoss og svo í heimsókn í bústað á Þingvöllum. Þvílík paradís sem það er og mikil forréttindi fyrir fólk sem hefur aðgang að því svæði. Við fengum að smakka aðeins á afurðum eftir berjamó og tókum göngutúr um svæðið. Svo er ég svo heillandi persóna að ein ágeng þingvallafluga reyndi að komast sem næst mér og það með því að dýfa sér inn í eyrað á mér. Skrýtin tilfinning að finna iðandi hreyfingar á þessu svæði, held að hún hafi ætlað að tékka á heilanum sem snöggvast. Það var brugðið á ýmis ráð til að ná óboðna gestinum út en tilvonandi tengdamóður minni tókst loks að bjarga geðheilsu minni með hárspennu. Úff þarf að þurrka þetta úr minninu sem fyrst. En eins og fórnfús móðir myndi segja: Betra ég en Emma Lilja...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.