30.8.2006 | 15:55
Móðursýkin
Ég á við vandamál að stríða sem móðir. Það liggur í því að ég er svo dæmalaust lengi að taka á hlutum. Ég hef alltaf hallast að hinu virta og aldagamla íslenska spakmæli: " Þetta reddast". Þetta er svosem ágætis mottó varðandi margt en þegar kemur að heilsu manns þá er spurning um að taka þessu ekki alveg eins hátíðlega. Ef ég fæ tannpínu þá bíð ég bara nokkra daga og yfirleitt hverfur verkurinn. Ef ég fæ útbrot þá bíð ég bara nokkrar vikur og yfirleitt hverfur kláðinn og ummmerkin. Hins vegar eru jú verkir stundum bara merki um eitthvað meira undirliggjandi og oft er nú gott að láta prófessjónal fólk kíkja á málið.
Sem móðir hættir mér til að beita sömu rökum en það er nú ekki alltaf sniðugt þegar um er að ræða fimm mánaða fallega stúlku sem getur ekki alveg tjáð sig um sína vanlíðan. Um daginn fékk hún kvef með hósta og hori og af gömlum vana set ég mig í stellingar til að svona þrauka þetta, þetta er nú bara kvef! Á endanum, eftir að hitinn blossaði upp lét ég tilleiðast og hringdi í læknavakt og fékk ráð hjá hjúkrunarkonu. Hún vildi meina að þegar börnin væru svona ung væri alltaf betra að hlusta þau til að sjá hvort væri eitthvað "oní þeim".
Við rukum á vaktina með stúlkuna í náttfötunum og sem betur fer var þetta ekkert verra en bara hor í nös og kvef almennt. Í þetta sinn.
En maður veit víst aldrei og ég ætla að fara að bæta við lífsmottóið mitt þannig að það hljómi í endurbættri mynd: Þetta reddast jú allt, en allur er varinn góður....
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.