27.8.2006 | 12:44
Hvunndagsorlofið byrjar á ný eftir sumarfrí
Jæja, þá er yndisleg sumarbústaðavika í Húsafelli að baki með yndislegu veðri, tilheyrandi ofeldi (já nei, ekki ofbeldi!) og miklu magni af grænu hori frá ungabarninu. Við tókum þá vel ígrunduðu ákvörðun að skella einkabarninu með okkur í ljúfan heitan pott í einmuna veðurblíðu föstudagsins (þ.e. komudagsins) en einhvernveginn tókst henni að krækja sér í kvef út frá þeirri reynslu og var spúandi vessum það sem eftir var vikunnar. En það kom ekki í veg fyrir að dúllan skemmti sér hið besta í barnarúminu/leikgrindinni/geymsluhólfinu með dótinu sínu og bara almennt. Foreldrar og systur Dóra kíktu í heimsókn á sunnudeginum og var þá tekið til við gönguferðir, trampólinhopp og að sjálfsögðu almennt át. Sjá meðfylgjandi myndir....
Nú verð ég víst að taka mig til við að fara að gera allt sem ég hef frestað fram "þar til eftir sumarbústaðinn". Það sem ber hæst á þeim frestunarlista er t.d. að fara að finna dagmömmu fyrir Emmu Lilju (óó vil helst ekki til þess hugsa...), fara í megrun (einhverntímann verður sælgætisátinu að linna, er það ekki?), endurraða í geymslunni og fataskápunum (hmmm þetta er stærsta verkefni fæðingarorlofsins, verður líklega frestað aftur og aftur þar til viku áður en ég fer að vinna en tekur svo örugglega bara 2-3 klst).
En það er nú sunnudagur ennþá og allar þessar framkvæmdir geta svo sannarlega beðið allavega fram til morgundagsins....
p.s. Sá einhver ofboðslega skrýtin brúðuþátt (Búbbarnir- halló hvar var þetta ónefni fundið?) á stöð 2 í gær sem mig grunar að hafi átt að vera fyndinn en minnti frekar á stórslys sem maður horfir á í von um að sjá eitthvað djúsí en skammast sín samt fyrir að vera að horfa??
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að þið séuð komin til baka. Var farin að sakna bloggfærslnanna...
Úff, búbbarnir, ekki einu sinni minnast á það. Fæ hroll við tilhugsunina.
gagga (IP-tala skráð) 28.8.2006 kl. 09:09
Velkomin í bæinn og rútínuna aftur.
Þetta með fataskápinn...huhmm, er byrjuð að vinna og hugsa á hverju kvöldi - " nú verð ég að fara í fataskápatiltekt"... en ekkert gerist ;)
gugga (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.