5.8.2007 | 00:08
Sumarið
Það er víst ekki seinna vænna en að henda hér inn smá öppdeit af rósarimafjölskyldunni. Ágætis sumar að baki og enn er nú nokkuð eftir. Sumarfrí fjölskyldunnar litlu er í hámarki og heil Veiðivatnaferð eftir. Ég læt myndirnar tala sínu máli um það sem á daga hefur drifið.
Loksins komið barn til að fá afsökun til að fara í húsdýragarðinn. Anna Lilja, Elli og Bjarki Heiðar sofandi skelltu sér með. Að sjálfsögðu var öll aðstaða nýtt, grillaðar pylsur og feikistuð.
Emma Lilja ákvað að leiða framhjá sér hátíðahöldin á 17.júní og svaf bara allan tímann. Gengur bara betur næst!
Þó góða veðrið sem sló öll met fyrri part sumars hafi að mestu verið lokið þegar litla Grafarvogsfjölskyldan hóf sitt sumarfrí, bar manni skylda til að hlaupa í allar áttir allar helgar til að ná að njóta veðursins. Einn af ákjósanlegum áfangastöðum á slíkum dögum er Nauthólsvík og leist Emmu Lilja bara nokkuð vel á. Sandurinn var víst bara alveg afbragð og rann vel í bragðlaukana hennar.
Á flestum dögum eftir leikskóla gleður það litlu dömuna ósegjanlega að fá að róla aðeins í rólunni í garðinum heima.
Á einum góðviðrisdegi var farið í heimsókn í hjólhýsi/bústað til Súsíar og Bjarna frænda og spókað sig á samfellunni einni fata. Ráðvillti svipurinn á Emmu Lilju lýsir áhyggjum af því að fá kannski ekki ís eins og Bjarni frændi....
Það er mest spennandi í heiminum að fá að labba hring eftir hring í töfragarðinum við hjólhýsi Sigga og Súsíar þar sem hægt er að skoða ýmiskonar dverga og fleiri fígúrur. Labbið er þó leitt af mömmu þar sem litla daman er enn eitthvað óörugg að labba sjálf.
Eina helgina var kíkt í heimsókn í fellihýsi ömmu Heiðu og afa Odds við Laugarvatn og hitti þar kát stúlka Bjarka Heiðar frænda sinn. Hann er ekki alveg sáttur við tilraunir hennar til að vera stöðugt eitthvað að reyna að kyssa hann en finnst hún annars rosa skemmtileg.
Afi Oddur með bæði barnabörnin. Bjarki Heiðar hefur allan varann á ef stúlkan gerir kossaárás. Ég vil benda á að Emma er heilum sjö mánuðum eldri en Bjarki! Sést ekki alveg á stærðinni...
Síðasta myndin var svo tekin í síðustu viku þar sem dvalist var í góðu yfirlæti í bústað í Grímsnesinu. Emma Lilja er mikil vatnamanneskja og dýrkar að skvettast svolítið. Sunna frænka og Bjarni frændi eru líka alveg uppáhalds.
Verslunarmannahelgin er svo tekin með ró í höfuðstaðnum og verður haldið í síðustu sumarferðina í næstu viku þar sem dvalist verður í Veiðivötnum í tvær nætur. Vikan þar á eftir felur í sér afturhvarf til fyrri rútínu, vinna, leikskóli etc. Það er reyndar allt í lagi nú þegar við foreldrarnir erum svo ánægð í vinnunni og jú Emma Lilja er líka sæl með sína.
Gleðilegt Haust!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég glöð að sjá loksnins einhverjar aðrar myndir en páskamyndir hafið það gott í veiðivötnum sjáumst amma kolla
amma kolla (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 20:00
En flottar sumarmyndir, það hefur ýmilslegt verið brallað
Heiða Björk (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 09:58
Hæ sæta familía,æðislegar myndir og gaman að kikka hér og lesa blogg hjá góðum penna..Og ótrúlaega gaman að sjá hvað litla prinsessan stækkar..Kv Gunný
Guðný (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.