15.8.2006 | 17:35
Emma Lilja (5 mánaða) í blóma
Jæja, þá er stúlkan orðin þetta gömul, mikið svakalega líður tíminn hratt. Ef ég hefði bara tekið sex mánaða fæðingarorlof þá væri ég alveg að fara að vinna aftur, þvílíkur hrollur..... Gæti ekki hugsað mér að skilja hana eftir svona litla. Jæja þarf víst ekki að hugsa um það í bili. En hvað um það, nú liggur fyrir að fara í Húsafell í bústað á föstudaginn og vera í viku og þá er ég bara með á heilanum allt sem ég á eftir að gleyma. Ég hef aldrei farið svona lengi með hana í ferðalag og býst við að ég eigi eftir að tæma allar fataskúffurnar hennar til að taka örugglega nóg með. Já og baðherbergið verður víst tæmt líka. Hmmm kannski ég fái bara Samskip til að senda gám með okkur, ætli það bjargi ekki bara málunum?
Læt fylgja með myndir úr ungbarnasundinu góða og skemmtilega sem við urðum að draga okkur í hlé frá eftir tvo tíma þar sem fór að kræla á eyrnabólgu. Held samt að ég verði að draga stúlkuna með mér aftur af stað fljótlega, þetta var svo hrikalega gaman og hún hefur svo gott af æfingunum sem gerðar eru. Ef eyrnabólgan tekur sig upp aftur þá játa ég mig sigraða.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.