5.8.2006 | 14:09
Allt að gerast
Jæja, það er aldeilis bloggletin á þessum bæ. Það er svona þegar kemur smá gott veður þá bara er maður skyldugur til að vera úti og gera eitthvað skemmtilegt og hafa gaman. og þá er lítið bloggað... Reyndar gerðust þau stórtíðindi um daginn að fyrsta tönnin hennar Emmu Lilju braust í gegnum tannholdið. Sem betur fer fylgdi þessu engin grátur eða kvart, bara bros og hjal. Nú verður maður víst að fara að rækta sigg á geirvörtunni til að byrgja sig gagnvart framtíðarbitum lítilla hvassra tanna... Einnig er stúlkan búin að vera svaka dugleg að æfa vagg og veltu á leikteppinu sínu, hún er alveg að ná þessu og þurfa nú foreldrarnir að passa sig að skilja litla krílið hvergi eitt eftir þar sem hægt er að velta sér niður á gólf. Þeir dagar eru víst liðnir þar sem stúlkan broshýra lá bara róleg og beið í þeirri stellingu sem hún var lögð niður í, eftir hverju sem vera vildi.
Við foreldrarnir nýbökuðu prófuðum líka eitt í gær í fyrsta skipti og það var að fara bæði út í einu að kvöldi til með ekkert barn. Við bara skelltum okkur í bíó með vinum og amma Heiða var svo góð að passa Emmu Lilju á meðan. Reyndar kom það mér á óvart að Dóri var alveg stressaðri yfir þessu en ég en auðvitað var þetta ekkert mál og við áttum bara indælis kvöldstund og hver veit nema maður bara geri þetta aftur. Passið ykkur nú ættingjar, nú linnir ekki barnapössunarbeiðnum.... Annars veit ég ekki af hverju það lenti svo að fyrsta pössunin á sér stað svona seint, Emma Lilja er orðin alveg fjögurra og hálfsmánaða gömul. Við erum ekkert paranoid foreldrar eða þannig. Ég hef alveg farið og hitt vinkonur á kvöldin en þá hef ég bara tekið Emmu með. Þetta kemur út eins og maður sé orðin alveg steingeldur og leiðinlegur og vilji bara vera heima alla daga og öll kvöld að lesa uppeldisbækur og strauja barnaföt.
Róleg verslunarmannahelgi framundan, dagurinn í dag verður í faðmi vinahóps Dóra og á morgun líklega á Þingvöllum í heimsókn hjá Önnu Lilju og Ella. Get ekki sagt að mig langi að vera dauðadrukkin í tjaldi á þjóðhátíð. Sem betur fer eru þeir dagar í mínu lífi liðnir að maður hafi gaman að slíku. Hmm en ef um væri að ræða sumarbústað, Irish Coffee eða rauðvín og heitan pott þá værum við alveg að tala saman.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nett geðveikisstemning komin í mannskapinn?
Svona fer inniveran og fæðingarorlofið með annars vel gefnar stúlkur.
Sækó augnaráðið segir allt sem segja þarf.
Knús frá Von Falkenstrasse
Gagga (IP-tala skráð) 8.8.2006 kl. 10:16
eeeeen hvað þið eruð sætar ;) ... ég verð að fara að koma í heimsókn !!!
sigrún edda bezta frænka (IP-tala skráð) 9.8.2006 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.