26.7.2006 | 14:51
Óvænt tíðindi
Á síðasta laugardag héldum við Emma Lilja á Skagann til að samfagna litlu frænkum mínum, þeim Sunnu og Ástrósu sem héldu upp á afmæli sín saman. Öll familían var samankomin og beið maður óþolinmóður eftir að komast í kökurnar þegar séra Eðvarð Ingólfsson stígur fram í fullum skrúða og hjónavígsla Erlu systur og Bjarka hefst. Þar sem þau eru búin að vera saman í heil tólf (12) ár þá hefði þetta kannski ekki átt að koma á óvart en það gerði það samt svo sannarlega.... Það tók fólk nokkra stund að loka opnum munnum og fatta hvað var í gangi en þetta var bara dásamlega gaman og þá eru bara báðar systur mínar giftar með tveggja mánaða millibili. Sem betur fer fáum við Dóri alveg séns, þ.e. við erum svo ný í þessu málum að við eigum alveg inni þó nokkur ár áður en við þurfum að fara að huga að þessu. Eða er það ekki?
Þá er Emma Lilja búin að fara í fjögur brúðkaup, tvær fermingar, útskriftarveislu, ættarmót, og um það bil 50 afmæli á sínum rúma fjögurra mánaða ferli.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mig er farið að þyrsta í nýja færslu, hvað er að drífa á daga hennar Emmu Lilju litlu sætu frænkunnar minnar, og kannski lika af ykkur hjónakornum;)
Anna Lilja (IP-tala skráð) 3.8.2006 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.