22.7.2006 | 13:47
Sumarskrepp
MMMMM, þetta er búið að vera svo yndislegt í þessari sól sem maður var hættur að trúa á. Svo heppilega vildi til að Dóri var í fríi síðustu viku og vorum við svo heppin að fá að dvelja í sumarbústað fjölskyldu hans í Kjósinni í Hvalfirði. Þar var gert allt sem tilheyrir slíkri vist og við bættist svo nætursjónvarspgláp á hann Magna í Rockstar. Mikið ofsalega er þetta gaman. Mér fannst næstum eins og ég væri stolt móðir þegar hann fékk að taka aukalag í vikunni. Spádómsinnsæi mitt sér fram á fleiri næturvökur á miðvikudags og fimmtudagsnóttum í bráð.
En sem sagt, stúlkan litla sem var með smá eyrnabólgu og er því í fríi frá ungbarnasundi, fékk líka mikið kvef og var því frussað smá vessum í bústaðnum. En þetta er allt á góðri leið og vafalaust hefur sólin hjálpað til að þurrka upp svona óþarfa vessaframleiðslu. Nokkrar myndir fylgja.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.