Leita í fréttum mbl.is

Heimsmeistarar

Skiptar skoðanir um úrslitaleik

Ég hef ekki mikinn áhuga á fótbolta en Dóri hefur alveg áhuga á við fjóra þannig að maður hefur ekki farið varhluta af (hmmm skrýtið orðatiltæki)  undangenginni heimsmeistarakeppni.

Þegar Evrópumeistarakeppnin var fyrir einhverjum árum þá slysaðist ég til þess að halda með Grikkjum (Sá flottan bol í fánalitunum þeirra.....).  Öllum að óvörum sigruðu þeir keppnina og spákonan Hafdís fæddist.  Í þessari keppni sagði fyrrnefnt "spákonuinnsæi" mér að Frakkar myndu sigra keppnina og reyndar leit alveg út fyrir það um tíma. Dóri var farin að huga að því að láta mig tippa reglulega fyrir háar fjárhæðir en svo skeði úrslitaleikurinn í gær.  Við söfnuðumst saman hjá foreldrum Dóra og eins og sjá má var fjölskyldan ekki alveg sameinuð um að halda með Frökkum. (Dóri svikari...)

Eftir leikinn er ég afar hamingjusöm að hafa ekki reynst sannspá.  Ég las nebbnilega í blöðunum um daginn um ýmis skrýtin dauðsföll í sambandi við heimsmeistarakeppnina og eitt af þeim átti rætur að rekja til manns sem fyrirfór sér af ótta við spádómsgáfu sína en hann hafði spáð rétt úrslitum einhvers leiksins.  Fegin er  ég að þurfa ekki að lifa við slíka byrði sem slíkir hæfileikar væru..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Rósarimafjölskyldan...
Rósarimafjölskyldan...
Hvað er í gangi í Rósarimanum?

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband