Leita í fréttum mbl.is

Öðruvísi fæða

Fyrsti grauturinn

Jæja, þá er maður komin í næsta skref með Emmu Lilju.  Eftir nokkurn umhugsunartíma, ráðleggingar frá uþb fjórtán reyndum mæðrum og ljósmóðurinni sjálfri er það nú opinbert að stúlkun síþyrsta er of grönn (eins og mamman, hahahahahahahah góður þessi....)  og er nú farin að fá graut.  og bara þriggja og hálfs mánaða...

Vísbendingarnar um hungur prinsessunnar voru nokkrar:

  • Eftir miðdegislúrinn var drukkið uþb kortér af hverjum klukkutíma fram á kvöld
  • Byrjað að vakna á næturnar til að fá að drekka (sem er alger nýlunda og mamman ekkert ánægð með)
  • Eftir að hafa drukkið stanslaust í hálftíma er samt skælt þegar tekin af brjósti.

 Þetta virðist stafa af lapþunnri móðurmjólkinni, vissi að ég hefði ekki átt að drekka svona mikla undanrennu síðustu árin.... Emma Lilja vill helst fá alveg mucho mikið af graut, henni finnst þetta svo gaman en ég er búin að vera að vinna mig upp í örfáa millilítra á síðustu dögum, spæja svo eftir einkennum af magakveisu eða óþoli við þessu nýja dóti í meltingarveginn en sé engin slík merki svo maður fer að auka þetta enn meira.  

Já Stúlkan mín er bara að vaxa upp úr því að vera ungabarn og í næstu stærð fyrir ofan, smábarn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Rósarimafjölskyldan...
Rósarimafjölskyldan...
Hvað er í gangi í Rósarimanum?

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband