19.6.2006 | 14:28
Dýrin í skóginum...
Það er alltaf jafn gaman að velta fyrir sér vexti og þroska barns. Talandi um þróunarkenninguna (sem ég gerði hér fyrir nokkru) þá er ég alveg búin að sjá merki og áhrif nokkura dýra í barninu mínu, sem bæðevei varð þriggja mánaða í síðustu viku.
" að gera orminn"
Stúlkan er svona að byrja að experimenta með hreyfingar og það er alveg merkilegt hvað ánamaðkahreyfingarnar virka vel. Þegar hún liggur með móður sinni (mér) í rúminu t.d, þá nær hún að kreppa líkamann saman, þ.e. færa hnén að enninu og svo réttir hún snöggt úr bakinu og voila, hún hefur færst aðeins nær dásamlegu mjólkurbúi Dísu. Hún er að þróa orminn líka vel á leikteppinu sínu.
"Doing the Dove"
Emma Lilja er að ná þessu með að missa ekki hausinn fram og aftur. Þetta tekur hins vegar talsvert á ennþá og þegar hún horfir í kringum sig þá svona tinar hausinn og færist fram og aftur við tilfæringarnar. Afraksturinn minnir ansi mikið á dúfu í ætisleit á stóru torgi, t.d. í Placa Catalunya í Barcelona.
" að smakka heiminn í eðlustíl"
og svo er það hin óborganlega tunga sem skýst út til að smakka á loftinu eða nálægum hlutum. Ég er ekki nægilega kunnug eðlum en kannski er það líka þeirra merki að sjúga á sér varirnar? Emma Lilja er sko lítið fyrir snuð en þeim mun meira fyrir að sjúga 3-4 putta í einu eða bara varirnar á sér. Útkoman er svolítið eins og tannlaust gamalmenni með innfallnar varir, svona eins og skorpnu afrísku gamalmenninn sem maður sá í blöðum í gamla daga. (gamalmenni í dag á Íslandi eru nú svolítið eins og unglingar í gamla daga, þau halda sér svo vel við og líta vel út)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
aaaahahahaha.. mér finnst "doing the dove" best
sigrún edda (IP-tala skráð) 19.6.2006 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.