27.3.2007 | 23:12
Dagarnir
Já dagarnir fljúga áfram.
Fyrsta afmælisveisla skutlunnar að baki og var bara mikið stuð. Á afmælisdaginn sjálfan fékk hún köku og eitt augnablik þegar allir voru að horfa annað, náði hún að grípa góða lúkufylli og troða í andlitið á sér. Það þótti henni gaman.
Í afmælisveislunni helgina eftir urðu engin slík slys, bara ofursnyrtilegt kökuát og skemmtilegir pakkar.
Emmu Lilju líður ofsalega vel í leikskólanum sínum og veit fátt skemmtilegra en að hitta krakkana þar. Eitthvað urðu þó of áköf skoðanaskiptin einn daginn þannig að einn leikfélaginn tók sig til og beit Emmu í kinnina. Engum varð meint af, enda bara skrámur. Ég hef reyndar alltaf sagt að hún sé svo mikið krútt að mann langi bara að narta í hana.....
Ein krútt mynd að lokum.....
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hún er alltaf jafnfalleg en bitförin eru ekki beint krúttleg,ég vona að hún verði ekki fyrir fleirum bið að heilsa amma Kolla
amma kolla (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 17:28
Já hún er nú meira krúttið hún Emma Lilja, gaman að sjá myndir af henni þar sem hún er alveg hætt að koma á klukkufundi. Og allt of langt líður á milli sem maður fær að sjá liltu skonsuna.
Kveðja og knús Guðrún
Guðrún frænka (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.