Leita í fréttum mbl.is

og svo snúa....

Ánægð með árangurinn

Hvað haldiði?  Haldiði ekki bara að emmulingurinn hafi bara snúið sér af maganum yfir á bakið í dag!  og það tvisvar!  Í sama mund og ég skrifa þetta þá fæ ég pínu aulahroll yfir að vera svona spennt yfir þessu.... Einhver hlýtur nú að vorkenna mér fyrir að eiga svona viðburðarsnautt líf til að finnast þetta alveg hápunktur dagsins.  En svo er nú samt og mér finnst það gaman.  Mér finnst gaman að tala um hægðir barna, fæðingar, svefnvenjur, þroskastig og dagvistunarmál.    Eitthvað er nú tíðin breytt!  Áður fyrr hefði ég frekar troðið steinull í eyrun frekar en að þurfa heyra á þetta minnst.

Reyndar hefur ýmislegt annað merkilegt borið til tíðinda síðustu daga, dómur yfir manni sem meiddi vinkonu mína verulega var lækkaður niður í nánast ekki neitt, ég hitti gamla vinkonu sem loks náði að klára mastersritgerð sína og getur loks borið nafnið Master Jóda með rentu, litla systir Dóra er að útskrifast úr MH í dag og svo vorum við að fá okkur nýjan bíl.

En ég hugsa bara um barnið sem snýr sér....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með veltinginn...já, ótrúlegt hvað litlir hlutir sem eru þó svo stórir í lífi unganna gleðja okkur foreldrana. Og til hamingju með bílinn. Ef þú værir karlkyns, væri nú komin mynd af bílnum á bloggið ;)

gugga (IP-tala skráð) 28.5.2006 kl. 12:54

2 identicon

Ooooo gaman að heyra hvað hún er alltaf dugleg:) Hlakka til að knúsa hana næst:)
Luv Anna Lilja bestasta frænka

Anna Lilja (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Rósarimafjölskyldan...
Rósarimafjölskyldan...
Hvað er í gangi í Rósarimanum?

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband