12.3.2007 | 22:17
Ammmli
Nú nálgast fyrsti afmælisdagur rósarimaprinsessunnar óðfluga, spennandi spennandi. Emma Lilja er orðin alvön leikskólagella og finnst Korpukot bara einn skemmtilegasti staður sem hún þekkir. Einnig er hún orðin alvön næturgistingum hjá ömmum og öfum og svei mér þá ef hún sefur ekki bara betur fjarri sínu einkaheimili! Eitt af því skemmtilega sem hún gerir er að naga föt og veit hún ekkert betra en að komast í óhreina tauið. Þá eru jólin....
Emma Lilja á svo vonda mömmu að hún ætlar bara að stinga af úr landinu á afmælisdaginn hennar á miðvikudag, en hún þarf að skjótast í vinnuferð til Danmerkur í nokkra daga. Ég næ að koma heim á föstudagskvöld til að geta haldið fyrsta stuðbarnaafmælið á laugardag. Ég var afar hrifin af því að Landsbankinn ákvað að deila milljarðahagnaði með börnum viðskiptavina og gefur allt til afmælisins, þ.e. diska, glös, servíettur, dúka,hatta, flautur og allskonar. Gaaaasalega huggulegt að fá eitthvað til baka af x##$% gjöldunum sem maður er endalaust að borga. Veii.
Þar sem ég verð ekki með elskunni á afmælisdaginn sjálfan, þá gerðum við okkur dagamun í dag, á mánudegi og gáfum stúlkunni forláta bíl. Hún var mikið hrifin og á vafalaust eftir að skemmta sér oft og mikið á græjunni. Takið eftir ótrúlega krúttlegum tíkarspenum sem fóstrurnar á Korpukoti hafa dundað við í dag. Ég fór næstum hamförum í óóóóinu þegar ég sótti hana á leikskólann.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún er æðisleg til hamingju með afmælið á miðvikudag Emma krútt
kveðja amma Kolla
amma Kolla (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 22:38
Vá hvað er langt síðan ég hef séð litlu snúllu, hlakka til að hitta hana í afmælinu
Heiða Björk Frænka (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 09:26
Til hamingju með afmælið... mikið er maður orðin stór..... alveg 1 árs. nú þarf maður að fara að sjá þig...
velkomin í hópinn með fjarveru á 1. afmælisdegi frumburðar Dísa mín... mikið samviskubit... vorum bæði í burtu hér, en sem betur fer eru þó óvitar ennþá og erfa þetta ekki.....
Skálaheiðarpakkið
gugga (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.