18.5.2006 | 17:33
Menningarferð
Þegar veður, helgi og skemmtileg ljósmyndasýning koma saman, þá verður til fyrsta fjölskylduferð minnar litlu kjarnafjölskyldu í miðbæ Reykjavíkur. Eins ómenningarleg og við Dóri nú erum, því miður, þá finnst okkur alltaf voða gaman að skoða ljósmyndasýningar á Austurvelli (núna er þema miðbær Reykjavíkur á síðustu öld) og síðustu helgi brugðum við okkur í bæinn, fengum okkur kaffi (ég) og bjór (Dóri) á útikaffihúsi (útlandastemning) og svo varð maður nú að tékka hvort Hlöllabátar væru með óbreyttu sniði. Þeir eru það.
Að vanda svaf Emma Lilja í gegnum alla menningarferðina. Við bætum henni það upp síðar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.