Leita í fréttum mbl.is

Brúðkaup

Brúðhjónin Siggi og Súsí

Hvað er skemmtilegra til að fagna góðu sumri en að fara í brúðkaup? 

Súsí systir reið á vaðið með að gifta sig af okkur systrum enda elst og því skylda hennar.  Siggi Villi eiginmaður hennar (hmm ennþá pínuskrýtið að segja það) hefur líka verið afar rómantískur í tilburðum sínum við að biðja hennar og við að biðja foreldra okkar um hönd hennar.  Spurning með að hann haldi námskeið fyrir mága sína?

Þau ákváðu að hafa sem minnst tilstand, giftu sig hjá sýslumanni og ætluðu bara að hafa lítið kaffisamsæti heima hjá sér og stinga svo af.  Þetta óx þó aðeins í sniðum og endaði í fínum sal en var samt lítið, þægilegt, óformlegt og bara gaman.  Siggi fór hamförum í bakstri (hmm spurning með annað námskeið í þeim efnum fyrir minn mann?) og svo lagði Jói Fel hinn snjalli bakari til hluta af kræsingunum.  Á endanum varð þetta hin skemmtilegasta stund við að hitta ættingja og sitja á spjalli og við að reyna að fá Emmu Lilju til að sýna smá hressileika frá syfjunni.  Hún ætlar víst seint að fá nægan svefn! 

Innilegar hamingjuóskir til brúðhjónanna.....   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju með systirina og takk fyrir síðast.....

Erla (IP-tala skráð) 17.5.2006 kl. 19:07

2 identicon

Til lukku með stóru systur!
jæja Dóri.... nei! er ekkert að pressa ;)

kv
gugga

gugga (IP-tala skráð) 18.5.2006 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Rósarimafjölskyldan...
Rósarimafjölskyldan...
Hvað er í gangi í Rósarimanum?

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband