10.5.2006 | 19:54
Margt er líkt með skyldum
Ungabarnið sykursæta verður æ líkari föður sínum og þá aðallega þegar kemur að svefnvenjum. Hún sefur voðavel og mikið á næturnar, fram eftir degi og svo á daginn en er svo sprellifjörug og í stuði á kvöldin. Skil ekkert í því að Dóri sé ekki löngu orðin næturvörður einhversstaðar, það myndi henta honum vel að geta vakað alla nóttina og sofið á daginn...
bæðevei þá er ég afmælisbarn í dag, 32 ára og er aðallega ánægð með að vera komin í móðurhlutverkið fyrir þennan áfanga. En það væri svo sem alveg eins gaman þó ég væri 42 ára, held ég. Ekki eins og maður þurfi að þola einhverjar andvökunætur... Maður er bara á röltinu í góða veðrinu að njóta lífsins, gjörsamlega yndislegt líf.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
æðisleg mynd af þeim þau eru svooo dúlluleg svona saman. Til hamingju með afmælið í dag og ég vona að þú hafir átt góðan dag í dag. koss og knús sjáumst á laugardag
erla sys (IP-tala skráð) 10.5.2006 kl. 23:23
æðisleg mynd af þeim þau eru svooo dúlluleg svona saman. Til hamingju með afmælið í dag og ég vona að þú hafir átt góðan dag í dag. koss og knús sjáumst á laugardag
erla sys (IP-tala skráð) 10.5.2006 kl. 23:23
Innilega til hamingju með árin 32 Dísa... mundi meira að segja eftir afmælinu í smátíma en auðvitað var froðuheilinn búinn að týna því aftur þegar komið var heim í hús.. þú færð því afmæliskveðjuna hér! til lukku snúllan mín!
gugga (IP-tala skráð) 11.5.2006 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.