27.3.2007 | 23:12
Dagarnir
Já dagarnir fljúga áfram.
Fyrsta afmælisveisla skutlunnar að baki og var bara mikið stuð. Á afmælisdaginn sjálfan fékk hún köku og eitt augnablik þegar allir voru að horfa annað, náði hún að grípa góða lúkufylli og troða í andlitið á sér. Það þótti henni gaman.
Í afmælisveislunni helgina eftir urðu engin slík slys, bara ofursnyrtilegt kökuát og skemmtilegir pakkar.
Emmu Lilju líður ofsalega vel í leikskólanum sínum og veit fátt skemmtilegra en að hitta krakkana þar. Eitthvað urðu þó of áköf skoðanaskiptin einn daginn þannig að einn leikfélaginn tók sig til og beit Emmu í kinnina. Engum varð meint af, enda bara skrámur. Ég hef reyndar alltaf sagt að hún sé svo mikið krútt að mann langi bara að narta í hana.....
Ein krútt mynd að lokum.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2007 | 22:17
Ammmli
Nú nálgast fyrsti afmælisdagur rósarimaprinsessunnar óðfluga, spennandi spennandi. Emma Lilja er orðin alvön leikskólagella og finnst Korpukot bara einn skemmtilegasti staður sem hún þekkir. Einnig er hún orðin alvön næturgistingum hjá ömmum og öfum og svei mér þá ef hún sefur ekki bara betur fjarri sínu einkaheimili! Eitt af því skemmtilega sem hún gerir er að naga föt og veit hún ekkert betra en að komast í óhreina tauið. Þá eru jólin....
Emma Lilja á svo vonda mömmu að hún ætlar bara að stinga af úr landinu á afmælisdaginn hennar á miðvikudag, en hún þarf að skjótast í vinnuferð til Danmerkur í nokkra daga. Ég næ að koma heim á föstudagskvöld til að geta haldið fyrsta stuðbarnaafmælið á laugardag. Ég var afar hrifin af því að Landsbankinn ákvað að deila milljarðahagnaði með börnum viðskiptavina og gefur allt til afmælisins, þ.e. diska, glös, servíettur, dúka,hatta, flautur og allskonar. Gaaaasalega huggulegt að fá eitthvað til baka af x##$% gjöldunum sem maður er endalaust að borga. Veii.
Þar sem ég verð ekki með elskunni á afmælisdaginn sjálfan, þá gerðum við okkur dagamun í dag, á mánudegi og gáfum stúlkunni forláta bíl. Hún var mikið hrifin og á vafalaust eftir að skemmta sér oft og mikið á græjunni. Takið eftir ótrúlega krúttlegum tíkarspenum sem fóstrurnar á Korpukoti hafa dundað við í dag. Ég fór næstum hamförum í óóóóinu þegar ég sótti hana á leikskólann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.3.2007 | 19:43
Tískan atarna
Þetta fannst mér sniðugt, sem ég las á truno.blog.is eftir Sólveigu Arnarsdóttur. Vona að maður megi alveg kópera svona texta milli blogga? Ef ekki, þá biðst ég afsökunar...
Þetta er vísbendingaspurning.
Spurt er um 12 mánaða tímabil í Íslandssögunni.
Ef svarað er rétt eftir fyrstu vísbendingu fást 3 stig, 2 fyrir næstu og eitt fyrir síðustu.
Um hvaða tímabil er spurt?
1. vísbending:
Íslendingar eignast alheimsfegurðardrottningu.
Íslendingar stunda hvalveiðar.
Launamunur kynjanna er um 15%.
Sykurmolar halda tónleika.
Vextir á Íslandi eru miklu mun hærri en í nágrannalöndunum.
Jón Páll Sigmarsson er mikið í umræðunni.
(3 stig)
2. vísbending:
Duran Duran skekur landann.
Stóriðja er stefna stjórnvalda.
Dagur Vonar er sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Karlkyns stjórnmálamenn tala opinberlega á niðurlægjandi hátt um konur.
Bubbi Mortens er kóngurinn.
Alvarlegur fjárhagsvandi steðjar að Kvennaathvarfinu í Reykjavík.
(2 stig)
3. vísbending:
Ár eru virkjaðar og náttúrperlum sökkt til að skapa orku fyrir stóriðju.
Hlutfall kvenna í nefndum á vegum Alþingis er skammarlega lágt.
Landslið Íslands stendur sig vel á alþjóðlegu stórmóti.
Forsætisráðherra og borgarstjóri eru karlmenn.
Eiríkur Hauksson keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision.
Matarverð á Íslandi er stórkostlega mikið hærra en í viðmiðunarlöndunum.
Mikil umræða er um sifjaspell og ábyrgð dómstóla vegna kynferðisafbrotamála.
(1 stig)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2007 | 23:33
Afsakanir
Þegar maður er búin að gleyma lykilorðinu sínu inn á bloggið þá er það nú nokkuð lýsandi merki um að maður sé orðin alltof blogglatur!
En já, ég viðurkenni það, ég er ekki aaalveg eins aktíf í þessu og ég var. Ekki það að ég hafi nokkurntímann verið ofuraktíf en þetta er nokkuð ljóst. En Emma Lilja dafnar og blómstrar og byrjar í aðlögun í leikskólanum Korpukoti í næstu viku. Svo nálgast fyrsti afmælisdagurinn fljótlega, ótrúlegt að heilt ár sé liðið frá því hún kom á land. Ótrúlegt. Ég bæti úr þessu myndaleysi á næstunni. Haldið samt ekki niðri í ykkur andanum....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2007 | 22:09
Rútinan
Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir, þá hefur færslum snarfækkað eftir að húsmóðirin ógurlega varð útivinnandi. Þar sem húsfaðirinn hefur ekki tekið við blogginu um leið og barninu þá hefur það fengið að liggja svona aðeins milli hluta. Og líklega verður engin bati þar á í framtíðinni. Ætla allavega ekki að lofa því.
En ef vikið er að öðru þá er bara lífið komið í nokkuð fastar skorður hjá litlu Rósarimafjölskyldunni, í bili það er að segja. Eftir mánuð á litli heimurinn hjá Emmu Lilju eftir að umbyltast þegar hún fær nýjan samastað yfir daginn þar sem verður þónokkuð fjörugra og líflegra en meðaldagur í dag. Það getur ekki verið nema gott, er það ekki? Pabbinn þrífur og verslar (kannski ekki alveg eins oft og ekki alveg eins vel og mamman hefði viljað, en viljinn er tekinn fyrir verkið...), mamman vinnur og Emman leikur sér. Svo er borðað, sofið og knúsað. Fyrir líf mitt þá get ég ekki séð hvernig þetta verður betra.
over and out.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 00:13
Matur
Jæja, Emma Lilja er nú farin að venjast því að móðir hennar láti sig hverfa megnið af deginum og hún fái að skemmta sér með pabba sínum í staðinn. Allt að detta í fastar skorður. Skorðurnar ná nú ekki lengra fram en rúman mánuð í viðbót en samt....
Litla matargatið er alveg með eindæmum lystugt, reyndar svo að það virðist enginn botn vera í spilinu. Hún borðar allt og eiginlega þangað til hún þetta skilar sér upp aftur. Hér eru nokkrar myndir af dömunni við uppáhaldsiðjuna sína.
Hér er verið að háma í sig brauð með smjöri. Vandamálið liggur oft í því að gripið er svo fast í brauðbitann að það þarf að kroppa hann úr krepptum hnefanum til að koma í matargatið. Fínhreyfingarnar alveg í æfingu.
Oft er gott að troða bara sem mest af hnefanum upp í munninn til að ná örugglega öll matarkyns sem þar gæti leynst.
Ahhhhhh svo er bara að tyggja og biðja svo mömmu um meiiiiiiiiiiiira.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2007 | 20:11
Útivinnandi móðir
Grafarvoginum. Hún er bara ánægð með daginn í nýju vinnunni og spennt fyrir
framhaldinu en það fékk óneitanlega á hana þegar heimavinnandi faðirinn
sagði frá grátandi barni sem sagði bara "mamma mamma". Þetta er
ekkert grín. En vá hvað það var gaman að koma heim....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2007 | 22:49
Gleðilega árið
Nýárinu var fagnað með stæl af Rósarimafjölskyldunni. Litla daman var ofurróleg yfir öllum sprengjunum og þegar allt ætlaði um koll að keyra af látunum rétt fyrir miðnætti, þá ákvað hún loks að leyfa sér að sofna værum svefni við ljósblossa og læti. Já þau eru ýmisleg svefnmeðölin.
Næsta dag voru allir frekar úfnir og þreyttir en þannig á það líka að vera á nýársdag, er það ekki?
Svo er litla daman farin að taka upp á því að segja mamma mamma hér og þar og svei mér ef hún er ekki farin að nota það vísvitandi! Hún er allavega nokkuð örugg með að fá snögga og góða svörun þegar hún notar nýja leyniorðið þannig að það er ekki skrýtið að hún sé snögg að tengja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2006 | 18:43
Jeiiiii
Setti upp verðlaunaskreytingu fyrir nágrannana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2006 | 23:55
Gleðileg jólin
Úff, varla að fartölvan komist lengur að fyrir stórum maganum mínum. Hann fer bráðum að nálgast þær hæðir sem hann náði þegar ég var sem óléttust af Emmu Lilju.... Svooooona er jólin...
Fyrstu jólin hennar Emmu voru einnig fyrstu jólin hér í Rósarimanum og fór allt fram með stökustu prýði. Reyndar var mamma mín í mat á aðfangadag og sá nú til þess að sósan væri með sínu ljúffenga jólabragði og svona þetta almenna. Annars er ég alveg að fara að verða snillingur í eldhúsinu, fékk svo fína græjur í eldhúsið og góða matreiðslubók í jólagjöf. Þetta kemur allt saman.
Verður ekki að vera ein svona týpískt uppstillt af Emmunni við jólatréð og pakkana? Hún var ekki alveg að fatta allt þetta tilstand, en fannst ósköp gaman að fá nýtt dót með ýmiskonar ljósum og hljóðum...
Svo er maður líka alveg dolfallin yfir englakertaspilinu sem glingar í.
Á jóladag var mikið að gera við að fara í jólaboð og þá var nú gaman að hafa fengið ofsalega flottan silfurkínakjól í jólagjöf frá Bjarna afa.
Bloggar | Breytt 28.12.2006 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar